Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. febrúar 2010
Prenta
Ályktun frá Sauðfjárveikivarnarnefnd.
Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar frá síðasta fundi í janúar var tekin fyrir ályktun frá Sauðfjárveikivarnarnefnd Strandabyggðar og nágrannasveitarfélaga frá 20. janúar 2010. Ályktunin er gerð vegna lungnapestar sem upp kom í sauðfé í Mið-Vestfjarðarhólfi. Gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við fjárframlög til viðhalds og endurbyggingar Gilsfjarðarlínu og krafðist þess að þegar í stað yrði veitt nægt fjármagn til styrkingar hennar þannig að sauðfé hætti að rápa yfir línuna og sama gildir um Kollafjarðarlínu.
Nánar á www.strandir.is
Nánar á www.strandir.is