Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. febrúar 2010 Prenta

Vegagerðin fjölgar vefmyndavélum.

Myndavélin á Steingrímsfjarðarheiði.
Myndavélin á Steingrímsfjarðarheiði.

Vegagerðin vinnur að því að fjölga vefmyndavélum á vegakerfinu. Nú er búið að taka í notkun þrjár nýjar vélar, allar eru þær á Vestfjörðum. Þær sýna hvernig færðin er á Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar; á Hálfdán á milli Tálknafjarðar og Bíldudals og í Fossahlíð í Skötufirði.

Ný mynd kemur frá þessum vélum á fimm mínútna fresti og þær sýna þrjú sjónarhorn. Með þessum vélum eru komnar upp 28 vefmyndavélar sem sýna þá veður og færð á vegakerfinu.

Myndavélarnar má sjá með því með því að smella á "Umferð og færð" og síðan á flipann "Vefmyndavélar" neðarlega til vinstri á vef Vegagerðarinnar.

Fljótlega verða fimm vélar til viðbótar teknar í notkun, vél í Þrengslum, við Skeiðavegamót, við Landvegamót, við Landeyjahöfn á Bakkafjöruvegi og í Eldhrauni
Segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Þórólfur Guðfinnsson.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
Vefumsjón