Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 14. febrúar 2010 Prenta

Íbúatalan tvöfaldaðist í Árneshreppi.

Þorramaturinn var frá Kjöt og Kerru.
Þorramaturinn var frá Kjöt og Kerru.
1 af 7
Þegar Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi stóð fyrir þorrablóti í gær laugardaginn 13 febrúar er óhætt að segja með fullri vissu að íbúatala Árneshrepps tvöfaldaðist,því margir burt fluttir Árneshreppsbúar komu sem búa á höfuðborgarsvæðinu,og einnig komu margir nærsveitungar,svo sem frá Drangsnesi og Hólmavik og víðar.

Var þetta eitt af hinu besta og fjölmennasta þorrablóti sem haldið hefur verið,því alls sóttu blótið yfir 60 manns.

Mörg skemmtiatriði voru sem komu á óvart,því í auglýsingu var sagt að hver og einum væri frjálst að troða upp,og virðist það  heldur betur hafa vel til tekist.

Margir komu með skemmtiatriði má nefna hér svo sem nemendur Finnbogastaðaskóla með söngatriði sem nefndist Sveitalistinn,en þar voru taldir upp bæir og ábúendur.

Einnig fór Eva Sigurbjörnsdóttir með ljóð,og ekki má gleyma fjöldasöngnum,þar sem Gunnlaugur Bjarnason sá um undirleik.

Og mörg önnur skemmtiatriði voru.

Veislustjóri var hinn frábæri Alexander Hafþórsson,en hann var lengi sem ungur drengur á Gjögri.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
Vefumsjón