Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. febrúar 2010 Prenta

Vatnavinir og Krossnessundlaug fá styrk.

Krossneslaug.
Krossneslaug.
Ferðamálastofa hefur úthlutað styrkjum vegna úrbóta á ferðamannastöðum 2010.
Alls bárust 260 umsóknir, sem er um 18% fjölgun frá 2009 sem þá var metár.

Heildarupphæð sem sótt var um var um 510 milljónir króna en til úthlutunar að þessu sinni voru 48 milljónir króna.
Umsóknir voru almennt mjög vel vandaðar og verkefnin áhugaverð. Því reyndist sérlega erfitt að velja á milli umsókna.
Vatnavinir sem eru samtök í heilsutengdri ferðaþjónustu fengu fimm styrki  í samstarfi við aðra.
Í Strandasýslu fengu Vatnavinir Vestfjarða og Ungmannafélagið Leifur Heppni 700.000 krónur vegna Krossnessundlaugar,og einnig fengu Vatnavinir og Kaldrananeshreppur 700.000 krónur vegna pottaþyrpingar við sæ á Drangsnesi.
Einnig fékk Vatnavinir Hollvinafélags Gvendarlaugar 500.000 krónur.
Lista yfir styrkþega má sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
Vefumsjón