Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. mars 2010 Prenta

Djúpavík komin í vegasamband innan Árneshrepps.

Frá snjómokstri í gær.
Frá snjómokstri í gær.
1 af 3
Í gær var byrjað að opna veginn frá Gjögri og til Djúpavíkur norðanmegin með einu tæki.

Ekki var hægt að klára að opna þá,talsverður snjór er inn alla Kjörvogshlíð og mörg snjóflóð þó ekkert mjög stórt.

Í gær var mokað í Sætrakleif.Síðan kláraðist að opna nú eftir hádegið,alsog að stinga í gegn,eftir er að moka ruðningum útaf.

Heyrst hefur að það stæði til að opna norður frá Bjarnarfirði vegna kosninganna á laugardaginn.Þegar fréttamaður hafði samband við Jón Hörð Elíasson rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík"sagði hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um það".

Hjónin í Djúpavík Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson ættu því að komast norður í kaupstað að versla og náð í póstinn sinn sem hefur safnast upp á þriðju viku.

Einnig þurfa þau hjón að komast á kjörstað norður í Trékyllisvík á laugardaginn vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave.

Enda kalla gárungar hér í Árneshreppi þetta,Isecave-mokstur.

Nokkrar myndir fylgja hér með og sjást þar litlir snjóboltar sem hafa rúllað niður hlíðarnar,jafnvel er hætta á snjóflóðum þegar hlýnar og eða í sólbráðinni

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Naustvík 17-08-2008.
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
Vefumsjón