Djúpavík komin í vegasamband innan Árneshrepps.
Ekki var hægt að klára að opna þá,talsverður snjór er inn alla Kjörvogshlíð og mörg snjóflóð þó ekkert mjög stórt.
Í gær var mokað í Sætrakleif.Síðan kláraðist að opna nú eftir hádegið,alsog að stinga í gegn,eftir er að moka ruðningum útaf.
Heyrst hefur að það stæði til að opna norður frá Bjarnarfirði vegna kosninganna á laugardaginn.Þegar fréttamaður hafði samband við Jón Hörð Elíasson rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík"sagði hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um það".
Hjónin í Djúpavík Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson ættu því að komast norður í kaupstað að versla og náð í póstinn sinn sem hefur safnast upp á þriðju viku.
Einnig þurfa þau hjón að komast á kjörstað norður í Trékyllisvík á laugardaginn vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave.
Enda kalla gárungar hér í Árneshreppi þetta,Isecave-mokstur.
Nokkrar myndir fylgja hér með og sjást þar litlir snjóboltar sem hafa rúllað niður hlíðarnar,jafnvel er hætta á snjóflóðum þegar hlýnar og eða í sólbráðinni