Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. mars 2010
Prenta
Dagur vatnsins er í dag.
Hinn árlegi dagur vatnsins, 22. mars, er að þessu sinni helgaður umræðu um sértæk viðfangsefni sem varða vatn og verndun vatnsauðlindarinnar. Viðfangsefnið í ár er að miðla upplýsingum um tækifæri og hættur sem varða vatnsgæði og stuðla að því að vatnsgæði skipi þýðingarmikinn sess í vatnsstjórnun. Af þessu tilefni efnir Veðurstofa Íslands til ráðstefnu sem ber yfirskriftina Betra vatn til framtíðar. Markmið ráðstefnunnar er að vekja umræðu hérlendis meðal hagsmuna- og eftirlitsaðila um vatnsgæði og stjórnun vatnsauðlindarinnar.
Ráðstefna kl. 13-16 í Víðgelmi, Orkugarði, Grensásvegi 9.
Nánar um ráðstefnuna hér.