Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. mars 2010 Prenta

Húmorsþing 2010.

Hrafn Jökulsson rithöfundur mun fjalla um doktorsritgerð afa síns.
Hrafn Jökulsson rithöfundur mun fjalla um doktorsritgerð afa síns.
Annað Húmorsþing Þjóðfræðistofu verður haldið laugardaginn 20. mars næstkomandi.Húmorsþingið er bæði vetrarhátíð og málþing um húmor sem fræðilegt viðfangsefni.Það er nú haldið í annað sinn á Ströndum.

Á málþinginu munu fræðimenn stíga á stokk og varpa ljósi á nýjustu rannsóknir og miðlun á húmor.Rætt verður um hin ýmsu form húmors, svo sem brandara,uppistand,satíru og íróníu ásamt margvíslegri iðkun þeirra í daglegu lífi.Fjallað verður um húmor sem valdatæki í baráttu þjóðfræðihópa og ýmsar birtingarmyndir húmors í fjölmiðlum.Nemendur í þjóðfræði eru sérstaklega velkomnir og stendur til boða að sitja málþingið og skrifa um það námsritgerð í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Um kvöldið verður boðið til skemmtunar en á boðstólnum verður meðal annars barþraut um íslenska kímni,uppistand Uppistöðufélagins, Þorsteins Guðmundssonar og Helga Svavars Helgasonar.Auk þess verður í annað sinn efnt til brandarakeppninnar sívinsælu "Orðið er laust".
Dagskrá Húmorsþing má sjá nánar á vef Þjóðfræðistofu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
Vefumsjón