Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. mars 2010
Prenta
Breyttur fundartími þeirra sem vilja efla byggð í Árneshreppi.
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður að færa opna hugmyndafundinn um hvernig styrkja má byggð í Árneshreppi til fimmtudagsins 18. mars kl. 20:00. Hann verður því ekki miðvikudaginn 17. mars eins og áður var auglýst. Eru fundargestir beðnir velvirðingar á þessum breytingum.
Fundurinn er framhald af fundi sem skólastjórarnir Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Elín Agla Briem héldu fyrir unga Árneshreppsbúa í félagsheimilinu í Trékyllisvík þann 27. desember sl. Að þessu sinni gefst öllum brottsfluttum og öðrum áhugasömum um eflingu byggðar í hreppnum tækifæri til að koma saman og viðra hugmyndir sínar. Til dæmis verður skoðað hvernig þeir sem búa utan hreppsins geta lagt sitt af mörkum til að hlúa að byggðinni. Eru allir velunnarar Árneshrepps hvattir til að mæta en fundurinn verður haldinn sem fyrr segir á Hilton hótelinu, Suðurlandsbraut 2, 2 hæð, salur D.