Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. mars 2010 Prenta

Skilafrestur er fyrir lok mars fyrir umfjöllun í Vestfirðir 2010.

Forsíða Ferðablaðsins Vestfirðir-2009.
Forsíða Ferðablaðsins Vestfirðir-2009.
Vinnsla á ferðablaðinu Vestfirðir 2010 er komin á fullan skrið. Blaðið, sem nú kemur út 16. sumarið í röð, mun áfram birta góðar upplýsingar og staðarlýsingar fyrir ferðafólk á leið um Vestfirði, frásagnir fólks sem hefur ferðast um Vestfjarðakjálkann og hrifist af svæðinu ásamt fjölda fallegra mynda. Í blaðinu verður einnig að finna ábendingar um áhugaverða viðkomustaði í fjórðungnum og viðburði sem vert er að sækja. Líkt og fyrr mun blaðið liggja frammi á yfir 200 stöðum á landinu, þ.e. upplýsingamiðstöðvum og áningarstöðum ferðafólks. Þeim sem vilja koma á framfæri upplýsingum í blaðið um starfið í sumar er vinsamlegast bent á að hafa samband við Hlyn Þór Magnússon í síma 892 2240 eða 434 7735 eða í netfanginu hlynur@bb.is
Skilafrestur efnis er fyrir lok mars. Þá þarf að panta auglýsingapláss tímanlega eða í síðasta lagi 31. mars (miðvikudag fyrir páska) hjá Halldóri Sveinbjörnssyni í síma 894 6125 eða 456 4560 eða í netfanginu halldor@bb.is
Stefnt er að útgáfu í byrjun maí.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Reykjaneshyrna-Örkin,séð af sjó 18-04-2008.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Veggir feldir.
Vefumsjón