Raunhæfast að virkja Hvalá segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðar.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að ekki verði lengur unað við núverandi raforkukerfi á Vestfjörðum. Hefur hann sent sérfræðingi í iðnaðarráðuneytinu fyrirspurn um það hvort 61. grein EES samningsins gæti nýst til að þoka áfram málefnum Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Greinin varðar aðstoð til að greiða fyrir þróun ákveðinna greina efnahagslífsins eða ákveðinna efnahagsvæða enda hafi hún ekki svo óhagstæð áhrif á viðskiptaskilyrði að stríði gegn sameiginlegum hagsmunum.
Meira