Frétt frá hugmyndafundinum um áframhaldandi byggð í Árneshreppi.
Myndirnar sem eru hér með eru frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur.
Reimar kom á Sædísinni til Norðurfjarðar þann 15 mars til að gera klárt fyrir grásleppuvertíðina og hrognaverkun,enn hann fær aðstöðu þar til að verka hrognin.
Ekki var hægt að leggja fyrr vegna brælu,talsverður sjógangur hefur verið undanfarna daga og hvassviðri,og enn er spáð rysjóttu veðri.
Fleiri bátar sem munu gera út frá Norðurfirði eru ókomnir eða ekki farnir að leggja ennþá.
Menningarráð Vestfjarða minnir á að umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar ráðsins á árinu 2010 rennur út á miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld, þann 28. mars. Hægt er að senda inn umsóknir í gegnum rafrænt form á vefsíðu Menningarráðsins - www.vestfirskmenning.is - eða sem viðhengi í tölvupósti. Einnig má póstsenda umsóknir. Úthlutunarreglur má nálgast á vef ráðsins en að þessu sinni verður sérstaklega litið til verkefna sem lúta að eflingu samstarfs á sviði menningarmála á svæðinu, nýsköpun í verkefnum tengdum menningu, fjölgun atvinnutækifæra í tengslum við menningarstarf og eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu og ferðatengdrar menningarstarfsemi. Alls kyns önnur menningarverkefni eiga þó einnig möguleika á styrk.
Á árinu 2009 fengu samtals 85 verkefni styrki frá Menningarráði Vestfjarða við tvær úthlutanir, á bilinu 50 þúsund til 1,4 milljónir hvert verkefni. Það ár bárust Menningarráðinu samtals 178 umsóknir um stuðning við fjölbreytt menningarverkefni um Vestfirði alla. Um er að ræða samkeppnissjóð og eru umsóknir og verkefni borin saman á samkeppnisgrundvelli. Því er mikilvægt að saman fari vel afmörkuð og áhugaverð menningarverkefni og vandaðar og ítarlegar umsóknir til að jákvæð niðurstaða fáist.
Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, gefur allar nánari upplýsingar í s. 891-7372 eða
menning@vestfirdir.is .
Ekkert hefur verið flogið til Gjögurs síðan á fimmtudaginn 18 mars,næsti áætlunardagur var á mánudaginn 22,enn ekki var hægt að fljúga þá vegna hvassviðris og ekki á þriðjudag og í gær.
Nú í dag var orðin hægari vindur og tókst Flugfélaginu Ernum að fljúga til Gjögurs,enn vika er síðan flogið var síðast.
Viku póstur kom og aðrar vörur og frægt.
Ærin sem er fimm vetra og heitir Vanda var borin stóru hvítu hrútlambi.
Ærin virðist hafa komist í hrút rétt áður enn þeir voru teknir inn í haust.
Ekki er annað vitað enn þetta sé fyrsta lambið sem fæðst hefur í Árneshreppi áður enn hefðbundinn sauðburður hefst í maí í vor.
Á meðfylgjandi myndum eru heimasæturnar í Bæ þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur með ánni Vöndu og nýfædda lambhrútnum.Og á einni myndinni eru þær ásamt móður sinni Pálínu Hjaltadóttur.
Þrír voru stöðvaðir í nágrenni við Ísafjörð og þrír stöðvaðir við Hólmavík og sá sem hraðast ók,var mældur á 135 km/klst.,þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Þá voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti og hefur lögregla fylgst með umferð við grunn og leikskóla í umdæminu og bæði áminnt og sektað ökumenn vegna öryggisbúnaðar og notkunarleysis á þeim búnaði.
Lögregla vill brýna fyrir foreldrum og forráðamönnum barna að nota þann öryggisbúnað sem í bifreiðum þeirra er fyrir yngstu farþegana. Á eftirlitsferðum sínum hefur lögregla orðið vör við að einhver brögð eru á að því að ekki er farið að lögum þar um og vil benda á, að það sem ungur nemur, gamall temur.Það á vel við í þessum tilfellum.
Flugi hefur nú verið aflýst á Gjögur vegna hvassviðris,vindur er af NA eða ANA 18 til 25 m/s.
Ekki lítur út með neitt flug á morgun eftir veðurspá,enda ekkert hægari vindur í framtíðarspá fyrr enn á fimmtudag.
Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun::
Austan og norðaustan 13-20 m/s og él, en 15-23 með kvöldinu. Hvassast á annesjum. Hiti 0 til 3 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 13-18 m/s yfir Vestfjörðum og rigning eða slydda, annars mun hægari suðaustlæg átt og skúrir, en úrkomulítið norðaustan til. Hiti 2 til 7 stig, en 0 til 5 norðanlands.
Á fimmtudag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og él norðaustanlands, en dálitlar skúrir með suðurströndinni. Norðaustan 5-13 yfir Vestfjörðum og slydda eða rigning með köflum. Hiti breytist lítið.
Hinn árlegi dagur vatnsins, 22. mars, er að þessu sinni helgaður umræðu um sértæk viðfangsefni sem varða vatn og verndun vatnsauðlindarinnar. Viðfangsefnið í ár er að miðla upplýsingum um tækifæri og hættur sem varða vatnsgæði og stuðla að því að vatnsgæði skipi þýðingarmikinn sess í vatnsstjórnun. Af þessu tilefni efnir Veðurstofa Íslands til ráðstefnu sem ber yfirskriftina Betra vatn til framtíðar. Markmið ráðstefnunnar er að vekja umræðu hérlendis meðal hagsmuna- og eftirlitsaðila um vatnsgæði og stjórnun vatnsauðlindarinnar.
Ráðstefna kl. 13-16 í Víðgelmi, Orkugarði, Grensásvegi 9.
Nánar um ráðstefnuna hér.