Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. apríl 2010 Prenta

Skírdagur.

Jesús þvær fætur Péturs.Mynd eftir málarann Ford Maddox Brown.(1821-1893).
Jesús þvær fætur Péturs.Mynd eftir málarann Ford Maddox Brown.(1821-1893).
Fimmtudagur fyrir páska nefnist skírdagur. Orðið 'skír' merkir 'hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus' og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna. Sögnin skíra merkir að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun.

Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir meðal annars þetta um daginn:
Þá er minnst heilagrar kvöldmáltíðar og þess að Kristur þvoði fætur lærisveina sinna. Þennan dag var altari þvegið og olía vígð í katólskum sið, og varð hann fljótt aflausnardagur syndara. Að slíkri hreinsun lýtur skírdagsheitið, sem til er í elstu norrænum textum og á sér hliðstæðu í gamalli ensku. (646)
Fyrr á öldum þvoðu sumir kristnir þjóðhöfðingar, eins og til dæmis Elísabet 1. Englandsdrottning og keisarar Austurríkis, fætur þjóna sinna á skírdag. Eitt heiti dagsins á latínu er dies pedilavii sem merkir 'fótþvottadagur'. Nafnið skírdagur kemur fyrir í handriti frá 1200. Annað heiti á deginum frá miðöldum er skíriþórsdagur en það er miklu sjaldgæfara. Líklegt er að það sé upprunnið á þeim tíma er fimmtudagurinn hét þórsdagur og sé þannig hliðstætt orðinu 'skærtorsdag' í dönsku og norsku og 'skärtorsdag' í sænsku.
Frá 18. og 19. öld eru til heimildir um sérstakan grjónagraut þennan dag, svonefndan skírdagsgraut. Samkvæmt einni heimild þótti grauturinn auka nokkuð vindgang. Þjóðháttafræðingurinn Jónas frá Hrafnagili, sem var uppi á 19. öld, segir þetta um grautinn:
Á skírdag var vant að skammta rauðseyddan, hnausþykkan mjólkurgraut að morgninum áður en menn fóru af stað til kirkjunnar. Þessi siður hélzt fram yfir miðja 19. öld, að minnsta kosti víða; hefir ein gömul kona sagt mér að ekki hafi alténd þótt þefgott í kirkjunni þann dag, - grauturinn þótti auka vind.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
Vefumsjón