Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. apríl 2010

Opnað Hólmavík-Norðurfjörður.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
1 af 2
Verið er að opna veginn norður í Árneshrepp,mokað er beggja megin frá.
Talsvert snjóaði í gær og fram á nótt,nú er komið hinsvegar hið besta veður Vestan kul eða gola hiti rétt fyrir neðan frostmark.
Það ættu því allir að geta komist á hið árlega páskabingó sem verður í félagsheimilinu í Trékyllisvík kl 14:00 í dag.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. apríl 2010

Guðsþjónusta var í Árneskirkju í dag.

Árneskirkja.
Árneskirkja.
Guðþjónusta var í Árneskirkju kl tvö í dag Skírdag,séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur predikaði og Gunnlaugur Bjarnason lék á orgel.Kór Árneskirkju söng.
Engin messa var í Árneskirkju um síðustu jól hné áramót, vegna samgönguerfiðleika.
Þannig vill þetta oft verða í afskekktum sveitum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. apríl 2010

Skírdagur.

Jesús þvær fætur Péturs.Mynd eftir málarann Ford Maddox Brown.(1821-1893).
Jesús þvær fætur Péturs.Mynd eftir málarann Ford Maddox Brown.(1821-1893).
Fimmtudagur fyrir páska nefnist skírdagur. Orðið 'skír' merkir 'hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus' og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna. Sögnin skíra merkir að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun.

Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir meðal annars þetta um daginn:
Þá er minnst heilagrar kvöldmáltíðar og þess að Kristur þvoði fætur lærisveina sinna. Þennan dag var altari þvegið og olía vígð í katólskum sið, og varð hann fljótt aflausnardagur syndara. Að slíkri hreinsun lýtur skírdagsheitið, sem til er í elstu norrænum textum og á sér hliðstæðu í gamalli ensku. (646)

Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. mars 2010

Páskabingó.

Páskabingóið verður í félagsheimilinu Trékyllisvík.
Páskabingóið verður í félagsheimilinu Trékyllisvík.
Hið árlega Páskabingó verður haldið í félagsheimilinu Trékyllisvík laugardaginn 3. apríl 2010 og hefst klukkan 14:00.Klukkan tvö eftir hádegi.

Góðir vinningar verða í boði,og eru allir velkomnir.

Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda við Finnbogastaðaskóla.

Verðið er 350 kr spjaldið.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. mars 2010

Svalt um Páskahátíðina.

Hitaspá á föstudaginn langa kl 12:00.Mynd Veðurstofa Íslands.
Hitaspá á föstudaginn langa kl 12:00.Mynd Veðurstofa Íslands.
Veðurspá Strandir og Norðurland vestra í dag:
Norðan 5 -10 m/s og dálítil él.Frost 3 til 10 stig,mest í innsveitum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag (föstudagurinn langi):
Norðvestlæg átt, 8-15 m/s, hvassast V-lands. Snjókoma eða él V- og N-lands, en annars bjart veður. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.
Á laugardag:
Norðvestlæg átt, 13-18 m/s á annesjum NV-lands, en annars víða 5-13. Snjókoma á N-landi, en annars úrkomulítið og víða bjart S- og A-lands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag (páskadagur):
Vestlæg eða breytileg átt. Él NV-til, bjartviðri fyrir austan, en annars skýjað og þurrt að kalla. Frost 1 til 7 stig, en kringum frostmark. SV- og V-lands.
Á mánudag (annar í páskum):
Norðaustanátt. Slydda eða rigning S- og A-lands, él NV-lands, en annars úrkomulítið. Heldur hlýnandi.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt með vætu, en bjart SV-lands. Hiti nálægt frostmarki.
Langtímaspá YR.NO hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. mars 2010

Vegurinn hreinsaður norður í Árneshrepp.

Mynd Vegagerðin.
Mynd Vegagerðin.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er verið að hreinsa eða moka veginn norður í Árneshrepp,þungfært hefur verið norður undanfarna daga og þá sérstaklega á Veiðileysuhálsinum að norðanverðu og niðri Kúvíkurdal.
Mokað verður á þriðjudag eftir páska.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. mars 2010

Páskaeggjabingó og kökusala á Hólamvík.

Kökusalan verður í anddyri Kaupfélagsins á Holmavík.
Kökusalan verður í anddyri Kaupfélagsins á Holmavík.

Danmerkurfarar í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík eru ekki af baki dottnir við að safna í ferðasjóðinn. Miðvikudagskvöldið 31. mars kl. 20:00 verður páskaeggjabingó í Félagsheimilinu á Hólmavík og auk páskaeggja af öllum stærðum og gerðum verða þar fleiri glæsilegir vinningar. Kaffi og vöfflur verða á boðstólum í hléi. Fyrr sama dag verður kökusala í anddyri Kaupfélagsins á Hólmavík frá kl. 14:00. Þar geta allir áhugasamir verslað brauð og bakkelsi og slegið tvær flugur í einu höggi, styrkt krakkana og sloppið við baksturinn fyrir páskana.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. mars 2010

Kaupfélagið opið á miðvikudaginn 31 mars.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar Norðurfirði.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Norðurfirði.
Í fréttatilkynningu frá útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði segir að  verslunin verði opin aukalega á miðvikudaginn 31 mars næstkomandi.
Verslunin er lokuð yfir Páskahátíðina 1 til 5 apríl,opið aftur á þriðjudaginn 6 apríl.
Sjálfsafgreiðsla er á bensín og díselolíum eins og verið hefur.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. mars 2010

Frétt frá hugmyndafundinum um áframhaldandi byggð í Árneshreppi.

Frá fundinum á Hilton hóteli.
Frá fundinum á Hilton hóteli.
1 af 3
Fjölmargar áhugaverðar hugmyndir komu fram á opnum hugmyndafundi  sem haldinn var á Hilton hótelinu 18 mars síðastliðinn í Reykjavík um leiðir til að efla byggð í Árneshreppi  á Ströndum.  Áhugasamt fólk á aldrinum 20 - 70 ára fjölmennti á fundinn til að ræða tækifæri  á þessu einstaka svæði.  Eftir öflugt og skemmtilegt hugarflug fundargesta var hugmyndunum skipt niður í afþreyingu, atvinnumál, ferðaþjónustu, orkumál, samfélagsmál og  samgöngur og málaflokkunum gerð ítarlegri skil. Markmið fundarins var fyrst og fremst að vekja velunnara Árneshrepps sem ekki búa á svæðinu til umhugsunar um hvað þeir geta lagt af mörkum til að styrkja byggðina.  Einnig að mynda tengslanet áhugasamra um eflingu byggðar í hreppnum og síðast en ekki síst að fara á hugarflug og safna fjölbreyttum hugmyndum  þar sem orð eru til alls fyrst. Áhugasamt fólk um áframhaldandi byggð í Árneshreppi stóð að fundinum.
Myndirnar sem eru hér með eru frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. mars 2010

Sædísin ÍS-67 lagði grásleppunet í gær.

Sædísin ÍS-67 í höfn á Norðurfirði.Myndasafn.
Sædísin ÍS-67 í höfn á Norðurfirði.Myndasafn.
Reimar Vilmundarson á Sædísinni ÍS-67 lagði fyrstu grásleppunetin í sjó í gær.

Reimar kom á Sædísinni til Norðurfjarðar þann 15 mars til að gera klárt fyrir grásleppuvertíðina og hrognaverkun,enn hann fær aðstöðu þar til að verka hrognin.

Ekki var hægt að leggja fyrr vegna brælu,talsverður sjógangur hefur verið undanfarna daga og hvassviðri,og enn er spáð rysjóttu veðri.

Fleiri bátar sem munu gera út frá Norðurfirði eru ókomnir eða ekki farnir að leggja ennþá.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Snjókoma og dimmviðri.Litla-Ávík.
  • Naustvík 11-09-2002.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón