Aðalfundur Ferðamálasamtaka um næstu helgi.
Um næstu helgi verður aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða haldinn á Hótel Núpi í Dýrafirði.Dagskráin hefst á föstudagskvöld þann 16. apríl þar sem vinna við stefnumótun Vestfirskrar ferðaþjónustu verður kynnt.Vel yfir 100 manns tóku þátt í vinnunni í vetur. Á þeim fundi verður hægt að koma með athugasemdir og koma með tillögur til breytinga. Stefnumótunin verður síðan gefin út vikuna á eftir. Það ættu allir ferðaþjónustuaðilar að stefna að því að koma sínum hugðarefnum að í skýrslunni.
Aðalfundurinn sjálfur verður haldinn á laugardagsmorgun kl. 9:00. Aðalfundurinn verður hefðbundinn þar sem farið verður yfir venjuleg aðalfundarstörf. Stefnt er að því að honum verði lokið kl. 10:30.
Meira