Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. apríl 2010 Prenta

Frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Sævar Pálsson,Björn Samúelsson og Áslaug Alfreðsdóttir gáfu ekki kost á sér aftur.
Sævar Pálsson,Björn Samúelsson og Áslaug Alfreðsdóttir gáfu ekki kost á sér aftur.
Ferðamálasamtök Vestfjarða stóðu fyrir mikilli fundarhelgi á Hótel Núpi dagana 16.-18. apríl. Stefnumótunarvinna samtakanna var kynnt á fjölmennum fundi á föstudagskvöldi þar sem Ásgerður Þorleifsdóttir kynnti niðurstöður stefnumótunarfunda vetrarins. Stefnumótunarskýrslan verður gefin út innan skamms og dreift til allra ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum. Aðalfundur samtakanna var haldinn á laugardagsmorgun. Hann var einnig vel sóttur en 40 manns sátu hann. Fréttaritari strandir.is sat fundinn og birtir myndir á fréttamiðlinum. Þær er hægt að nálgast hér. Ráðstefnan Umhverfisvottaðir Vestfirðir var haldin í framhaldi af aðalfundinum. Um 100 manns sóttu ráðstefnuna sem var afar fróðleg og skemmtileg.
Nokkur breyting var á stjórn samtakanna. Þrír fyrrum stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér, þau Áslaug Alfreðsdóttir, Sævar Pálsson og Björn Samúelsson. Í þeirra stað komu í stjórn Halldóra Játvarðardóttir, Ragna Magnúsdóttir og Einar Unnsteinsson. Stjórnarmenn eru kosnir fyrir tvö ár í senn og formaður fyrir eitt ár. Sigurður Atlason gaf kost á sér aftur og var kjörinn sem formaður samtakanna. Stjórn Ferðamálasamtakanna sitja eftirfarandi einstaklingar:
Sigurður Atlason, Hólmavík, formaður
Ester Unnsteinsdóttir, Súðavík
Einar Unnsteinsson, Bjarnarfirði
Halldóra Játvarðardóttir, Miðjanesi
Keran Stueland, Breiðavík
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir, Bolungarvík
Sigurður Arnfjörð, Núpi Dýrafirði

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Drangavík 18-04-2008.
  • Vignir Maríasson frá Felli.
  • Spýtan og súlan eftir.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
Vefumsjón