Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. apríl 2010 Prenta

Lagasamkeppni vegna Hamingjudaga.

Frá hamingjudögum 2009.Mynd Ingimundur Pálsson.
Frá hamingjudögum 2009.Mynd Ingimundur Pálsson.
Menningarmálanefnd Strandabyggðar hefur ákveðið að efna til lagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík 2010. Slík keppni var haldin fyrstu árin sem Hamingjudagar voru haldnir en féll niður í fyrra. Að þessu sinni er frestur til að skila inn lagi í keppnina til 3. maí næstkomandi og skal skila texta lagsins í síðasta lagi mánudaginn 3. maí., á skrifstofu Strandabyggðar eða í pósti, utanáskriftin er:

Hamingjudagar á Hólmavík-lagasamkeppni

Hafnarbraut 19

510 Hólmavík.

Að þessu sinni er heimilt að flytja lagið með eigin undirleik á úrslitakeppninni, svo ekki er nauðsynlegt að skila inn Demo eða lokaútgáfu lagsins.

Merkja skal texta með nafni lags og nafni og símanúmeri þess sem flytur lagið í úrslotakeppninni. Flytjandinn verður tengiliður höfundar varðandi undirbúning og flutning lagsins í lokakeppninni. Nafn höfundar ásamt heimilisfangi og símanúmeri skal fylgja með í lokuðu umslagi merkt með nafni lags og dulnefni höfundar.

Höfundur lagsins skuldbindur sig til að koma lokaútgáfu lagsins í þann búning sem hentar til spilunar í útvarpi fyrir 31. maí 2010.

Nánari upplýsingar gefur Kristín Sigurrós Einarsdóttir í síma 8673164 eða gegnum netfangið hamingjudagar@holmavik.is.


Reglur í dægurlagasamkeppni Hamingjudaga á Hólmavík.

1. Tólf lög verða valin til að taka þátt í úrslitakeppni sem fram fer á Hólmavík 7. Maí næstkomandi.

2. Berist fleiri lög í keppnina velur dómnefnd þau tólf lög sem keppa til úrslita.

3. Lag og texti verður að vera frumsamið.

4. Texta lagsins skal skilað inn í síðasta lagi mánudaginn 3. maí., á skrifstofu Strandabyggðar eða í pósti, utanáskriftin er:

Hamingjudagar á Hólmavík-lagasamkeppni

Hafnarbraut 19

510 Hólmavík.

 

Að þessu sinni er heimilt að flytja lagið með eigin undirleik á úrslitakeppninni, svo ekki er nauðsynlegt að skila inn Demo eða lokaútgáfu lagsins.

 

5. Merkja skal texta með nafni lags og nafni og símanúmeri þess sem flytur lagið í úrslotakeppninni. Flytjandinn verður tengiliður höfundar varðandi undirbúning og flutning lagsins í lokakeppninni. Nafn höfundar ásamt heimilisfangi og símanúmeri skal fylgja með í lokuðu umslagi merkt með nafni lags og dulnefni höfundar.

6. Höfundur lagsins skuldbindur sig til að koma lokaútgáfu lagsins í þann búning sem hentar til spilunar í útvarpi fyrir 31. maí 2010.

Reglur fyrir úrslitakeppnina föstudaginn 7. maí

 

1. Úrslitakeppnin fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík föstudaginn 7. Maí n.k. þar sem flutningur fellst í að syngja lagið með eða án bakradda.

2. Við flutning lagsins skal undirleikur vera af geisladiski sem audio/wave eða á mp3 formi án söngs en bakraddir eru þó leyfilegar. Einnig er heimilt af sleppa undirleik af bandi en leika í staðinn sjálfur undir á hljóðfæri.

3. Nafni höfundar verður haldið leyndu þar til úrslit í keppninni eru ljós. Lögin verða því kynnt undir dulnefni fyrir og í keppninni.

4. Höfundur og flytjandi þurfa að vera búnir að tryggja að gæði undirspilsins séu í lagi.

5. Dregið verður um röð keppenda.

6. Boðið verður upp á hljóðprufur og æfingar á keppnisdegi.

7. Áhorfendur velja sigurlagið og vinnur það lag sem flest atkvæði fær frá áhorfendum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
Vefumsjón