Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. apríl 2010 Prenta

Viðgerðir á Trékyllisheiði.

Unnið að viðhaldi á Trékyllisheiði í gær.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Unnið að viðhaldi á Trékyllisheiði í gær.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Fréttatilkynning frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík.
Eins og íbúar Árneshrepps vita hefur verið í gangi viðgerðir á raflínunni á Trékyllisheiði. Þetta er viðhald vegna þess að bindingar þarna eru orðnar verulega tærðar og þótti full ástæða til að skipta um þær. Á mánudaginn skiptu Orkubúsmenn  um bindingar á 43 staurum. Byrjað var við neyðarskýlið og skipt um á staurunum suður af heiðinni. Í gær var svo haldið áfram og skipt á 33 staurum. Áætlað  var að skipta um bindingar á 107 staurum á þessu vori ásamt nokkrum stögum þannig að þessu er ekki lokið. Fyrirhugað er að klára þessa aðgerð í næstu viku og má búast við að það sé tveggja daga verk í svipaðan tíma og áður. Miðað við veðurspá núna er líklegast að það verði á þriðjudag og miðvikudag. Ástæðan fyrir því að þetta er gert núna er að það er þægilegast að nota snjóinn til að ferðast um og það er farið að hlýna og birta. Er það von okkar starfsmanna O.V. að þetta minki líkurnar á því að það bili rafmagn í Árneshreppinn á næstunni og að menn þurfi að berjast við viðgerð á þessum stað í vitlausu veðri yfir há skammdegið því oftast bilar þegar verstu aðstæður eru til að gera við og óþægilegast er að vera án rafmagns.
Segir í fréttatilkynningu frá OV.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
Vefumsjón