Bíll útaf í Kaldbaksvík.
Tvær rosknar manneskjur þykja hafa sloppið með ólíkindum vel þegar bíll þeirra rann aftur á bak í flughálku í brekku við Kaldbaksvík á Ströndum um níuleytið í gærkvöldi, fór út af veginum og að minnsta kosti 30 metra ofan í fjöru. Fólkið klifraði upp á veginn, en varð að ganga talsverðan spöl áður en það komst í símasamband og gat kallað eftir aðstoð. Bíllinn, sem er pallbíll, hélst á hjólunum allan tímann, og er það talið hafa orðið fólkinu til lífs.
Þetta kemur fram á www.bb.is
Annar aðilinn sem lenti í þessu sagði í viðtali við fréttavefinn Litlahjalla að það mætti einnig koma fram að á meðan þau gengu frá slysstað,Kaldbaksvíkurkleyf og að Eyjum hefðu tveir bílar komið og ekki stoppað,annar bíllinn var á norðurleið hinn á suðurleið.Þá voru þau orðin símasambandslaus því batterí voru orðin tóm.
Það má einnig koma fram að fólkið sem varð fyrir þessari miklu lífsreynslu var á stórum jeppa með langa kerru og var að koma frá því að sækja timbur til Litlu-Ávíkur og voru á suðurleið þegar óhappið varð.