Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. apríl 2010

Bíll útaf í Kaldbaksvík.

Frá Kaldbaksvík.
Frá Kaldbaksvík.
Bæjarins Besta.
Tvær rosknar manneskjur þykja hafa sloppið með ólíkindum vel þegar bíll þeirra rann aftur á bak í flughálku í brekku við Kaldbaksvík á Ströndum um níuleytið í gærkvöldi, fór út af veginum og að minnsta kosti 30 metra ofan í fjöru. Fólkið klifraði upp á veginn, en varð að ganga talsverðan spöl áður en það komst í símasamband og gat kallað eftir aðstoð. Bíllinn, sem er pallbíll, hélst á hjólunum allan tímann, og er það talið hafa orðið fólkinu til lífs.
Þetta kemur fram á www.bb.is
Annar aðilinn sem lenti í þessu sagði í viðtali við fréttavefinn Litlahjalla að það mætti einnig koma fram að á meðan þau gengu frá slysstað,Kaldbaksvíkurkleyf og að Eyjum hefðu tveir bílar komið og ekki stoppað,annar bíllinn var á norðurleið hinn á suðurleið.Þá voru þau orðin símasambandslaus því batterí voru orðin tóm.
Það má einnig koma fram að fólkið sem varð fyrir þessari miklu lífsreynslu var á stórum jeppa með langa kerru og var að koma frá því að sækja timbur til Litlu-Ávíkur og voru á suðurleið þegar óhappið varð.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. apríl 2010

Ályktun aðalfundar FMSV.2010 vegna samgöngumála.

Frá aðalfundi FMSV á Núpi.
Frá aðalfundi FMSV á Núpi.

Á fjölmennum aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Hótel Núpi þann 17. apríl 2010 var eftirfarandi ályktun lögð fram og samþykkt samhljóða.

„Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða skorar á stjórnvöld að skera ekki niður framlög til samgöngumála í fjórðungnum. Bættar samgöngur eru forsenda uppbyggingar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum."

Frá því aðalfundurinn var haldinn hefur verið tekin ákvörðun um að fella Dýrafjarðargöng úr samgönguáætlun. Ferðamálasamtök Vestfjarða hljóta að mótmæla því harðlega og krefjast þess að íbúar á Vestfjarðakjálkanum sitji við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að ákvörðunum um vegamál. Með þessari ákvörðun er verið að skerða verulega samkeppnishæfni vestfirskra fyrirtækja til lengri tíma. Vegabætur í fjórðungnum hafa verið langt á eftir öðrum landshlutum í áratugi. Sú ákvörðun Alþingis að fella Dýrafjarðargöng út úr samgönguáætlun lýsir fyrst og fremst fullkomnu skilningsleysi gagnvart íbúum fjórðungsins og setur stefnumótunarvinnu ferðaþjónustunnar í uppnám.

 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. apríl 2010

Gleðilegt sumar.

Álftir í Ávíkinni.
Álftir í Ávíkinni.
Vefurinn Litlihjalli óskar lesendum sínum gleðilegs sumars,og þakkar fyrir veturinn.
Sumardagurinn fyrsti,er fyrsti dagur Hörpu,sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu.Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag  á tímabilinu frá 19-25. apríl (þ.e. fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til 1744.

Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta.
 Í Sögu daganna - hátíðir og merkisdagar (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, segir um sumardaginn fyrsta:

Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns.

Hvað átt er við með góðu sumri í þjóðtrúnni er nokkuð á reiki, en hugsanlega er einkum átt við að nyt búpenings verði góð, sem verður þegar taðan er kjarnmikil. Ef engjar og tún eru seinsprottin verða hey oft kjarngóð og því ætti nytin einnig að verða góð. Slíkt gerist þegar svalt er og vott framan af sumri, en síðan hlýrra og þurrt og kann þjóðtrúin að vísa til þess að þegar vorið er kalt þá er oftast frost á sumardaginn fyrsta sem leiðir líkum að því að sumarið verði seinna á ferðinni. Þá er allur gróður einnig seinni að taka við sér, en það gerir grösin kjarnbetri og bætir nyt búpenings.
Vetur og sumar frusu saman hér í Árneshreppi síðastliðna nótt,þannig að komandi sumar ætti að vera gott miðað við þessa gömlu þjóðtrú.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. apríl 2010

Ávarp umhverfisráðherra á málþinginu Umhverfisvottaðir Vestfirðir.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

Ágætu ráðstefnugestir,

Það er mér sérstök ánægja að vera með ykkur hér í dag á hinu forna höfuðbóli - Núpi - mitt í hinni einstæðu náttúru Vestfjarða - umlukin stórbrotnum fjöllum og með útsýni til hafs út á Dýrafjörðinn.

 

Ég fagna því frumkvæði sem Ferðamálasatökin hér hafa tekið með því að standa fyrir stefnumótun fyrir vestfirska ferðaþjónustu og þeim vinnuaðferðum sem beitt hefur verið með því að hafa samráð við svo stóran hóp fólks um allan fjórðunginn sem raun ber vitni. Ég tel mjög mikilvægt að hvar sem því verður við komið reynum við að hafa sem flesta með í ráðum þar sem stefna er mótuð og ákvarðanir teknar. Það er eitt af lykilatriðum sjálfbærrar þróunar sem á að vera rauður þráður í öllu starfi að mótun og þróun samfélagsins.

 

Vestfirðingar búa í ægifagurri en viðkvæmri náttúru sem þeir hafa orðið að taka tillit til í aldanna rás. Hér hefur fólk lifað á því sem náttúran gefur, fiski úr sjó, fugli og landbúnaðarafurðum. Því er fólki í þessum landsfjórðungi e.t.v. ljósara en mörgum öðrum að gögn og gæði náttúrunnar eru hin raunverulega undirstaða lífs okkar frá degi til dags.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. apríl 2010

Skýrsla formanns á aðalfundi 2010 FMSV.

Sigurður Atlason formaður í ræðustól.
Sigurður Atlason formaður í ræðustól.

Frá síðasta aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða sem haldinn var á Drangsnesi fyrir réttu ári síðan þann 18. apríl 2009, hafa verið haldnir sjö stjórnarfundir. Þrisvar sinnum hefur stjórnin náð að hittast augliti til auglitis og fjórum sinnum hafa fundir verið haldnir í gegnum síma. Stjórnin öll hefur verið starfsöm og tekið virkan þátt í þeim málefnum sem rædd hafa verið á fundunum. Ég vil þakka þeim öllum kærlega fyrir samstarfið á liðnu ári og hlakka til að takast á við frekari verkefni í framtíðinni, með þeim stjórnarmönnum sem halda áfram og þeim sem koma nýir inn. Ég vil færa sérstakar þakkir til Áslaugar Alfreðsdóttur sem hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs að þessu sinni. Áslaug hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu ferðaþjónustu á Vestfjörðum innan Ferðamálasamtaka Vestfjarða frá árinu 1988...

Á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða má sjá nánar um skýrslu formanns í heild.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. apríl 2010

Unnið á Trékyllisheiði í dag.

Unnið að viðgerðum á Trékyllisheiði í síðustu viku.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Unnið að viðgerðum á Trékyllisheiði í síðustu viku.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
1 af 2
Rafmagn verður tekið af kl eitt í Árneshreppi.

Enn vinnur Orkubú Vestfjarða að viðhaldi á raflínum og bindingum á staurum á Trékyllisheiði.

Búið er að skipta um bindingar á 76 staurum en til stendur að yfirfara 107 staura.

Rafmagn verður tekið af í dag þriðjudag kl.13:00 og fram eftir degi,í svona 4 til 5 tíma.

Á mynd númer tvö má sjá hvað bindingar eru illa farnar tærðar og ryðgaðar og ekki vanþörf á að skipta um.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. apríl 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12. apríl til 19. apríl 2010.

Fjögur umferðar óhöpp tilkynnt í síðustu viku.
Fjögur umferðar óhöpp tilkynnt í síðustu viku.

Í vikunnu sem var að líða voru  fjögur umferðar óhöpp tilkynnt  til lögreglu.Miðvikudaginn 14. apríl var tilkynnt að  ekið hafi verið á grjót á vegunum um Óshlíð,ekki slys á fólki, en tjón á ökutæki. 

Föstudaginn 16. apríl var tilkynnt um þrjú óhöpp. Bifreið hafnaði út fyrir veg á Óshlíð, bifreiðin óökuhæf,ökumaður og farþegar hans fóru á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Þá urðu tvær bílveltur þann dag.Bifreið hafnaði út fyrir vegi skammt frá Núpi í Dýrafirði.Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði,bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.Þá varð bílvelta á þjóðvegi nr. 1 á Holavörðuheiði.Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana,ökumann og farþega sakaði ekki.

Í víkunni voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir í nágrenni við Hólmavík og einn á Ísafirði.

Mánudaginn 12. apríl var tilkynnt um slys á sparkvellinum við grunnskólann á Hólmavík. þar voru ungir piltar að leik og grunum um að einn þeirra hafi fótbrotnað og var hann fluttur á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. apríl 2010

Frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Sævar Pálsson,Björn Samúelsson og Áslaug Alfreðsdóttir gáfu ekki kost á sér aftur.
Sævar Pálsson,Björn Samúelsson og Áslaug Alfreðsdóttir gáfu ekki kost á sér aftur.
Ferðamálasamtök Vestfjarða stóðu fyrir mikilli fundarhelgi á Hótel Núpi dagana 16.-18. apríl. Stefnumótunarvinna samtakanna var kynnt á fjölmennum fundi á föstudagskvöldi þar sem Ásgerður Þorleifsdóttir kynnti niðurstöður stefnumótunarfunda vetrarins. Stefnumótunarskýrslan verður gefin út innan skamms og dreift til allra ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum. Aðalfundur samtakanna var haldinn á laugardagsmorgun. Hann var einnig vel sóttur en 40 manns sátu hann. Fréttaritari strandir.is sat fundinn og birtir myndir á fréttamiðlinum. Þær er hægt að nálgast hér. Ráðstefnan Umhverfisvottaðir Vestfirðir var haldin í framhaldi af aðalfundinum. Um 100 manns sóttu ráðstefnuna sem var afar fróðleg og skemmtileg.
Nokkur breyting var á stjórn samtakanna. Þrír fyrrum stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér, þau Áslaug Alfreðsdóttir, Sævar Pálsson og Björn Samúelsson. Í þeirra stað komu í stjórn Halldóra Játvarðardóttir, Ragna Magnúsdóttir og Einar Unnsteinsson. Stjórnarmenn eru kosnir fyrir tvö ár í senn og formaður fyrir eitt ár. Sigurður Atlason gaf kost á sér aftur og var kjörinn sem formaður samtakanna. Stjórn Ferðamálasamtakanna sitja eftirfarandi einstaklingar:
Sigurður Atlason, Hólmavík, formaður
Ester Unnsteinsdóttir, Súðavík
Einar Unnsteinsson, Bjarnarfirði
Halldóra Játvarðardóttir, Miðjanesi
Keran Stueland, Breiðavík
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir, Bolungarvík
Sigurður Arnfjörð, Núpi Dýrafirði
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 18. apríl 2010

Ísinn 30 mílur frá Straumnesi.

Kort sem byggir á radsjármyndum.
Kort sem byggir á radsjármyndum.
1 af 2

Ísinn var ca 30 sjómílur NNV frá Straumnesi á fimmtudagskvöld þann 15.eftir upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Hér eru tvö kort með þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hjá JHÍ hefur sett inn upplýsingar.
Annars ættu kortin að skíra sig sjálf.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. apríl 2010

Umhleypingar í veðri næstu daga.

Vindaspá á sunnudaginn 18 kl 12:00.Kort Veðurstofa Íslands.
Vindaspá á sunnudaginn 18 kl 12:00.Kort Veðurstofa Íslands.

Veðurspá frá Veðurstofu Íslands.
Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:
Norðaustan 10-18 m/s, snjókoma og síðar él. Norðan 8-13 í kvöld, en hægari og stöku él á morgun. Kólnandi, frost 2 til 7 stig í kvöld. Hiti kringum frostmark síðdegis á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:
Suðvestan 3-8 og stöku skúrir eða él. Hiti 0 til 7 stig. Snýst í norðaustanátt með dálítilli snjókomu á N- og A-landi um kvöldið. Kólnandi veður.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðan- og norðaustanátt og él, en bjartviðri S- og V-lands. Frostlaust við suðvesturströndina að deginum, annars 0 til 8 stiga frost, kaldast norðaustantil.
Á miðvikudag og fimmtudag -(sumardagurinn fyrsti):
Austlæg eða breytileg átt og dálítil él á víð og dreif. Fremur kalt.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Brot úr jaka í fjörinni.18-12-2010.
  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
  • Litla-Ávík.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
Vefumsjón