Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. maí 2010
Prenta
Það er með ólíkindum að fólk þurfi að búa við svona vegi.
Smá hugleiðing frá Sveini Karlssyni hjá S.G Verkstæði um veginn norður í Árneshrepp:
Það má teljast með ólíkindum að einhver þurfi að búa við slíkar aðstæður eins og eru þarna við Kaldbakshornið, það væri fróðlegt að vita hvað mönnum fyndist um það ef svona aðstæður væru t.d. á leiðinni austur fyrir fjall eins og Strandamenn í Árneshreppi þurfa að búa við ef þeir þurfa að aka út úr sveitafélaginu. Svarið væri sjálfsagt eitthvað á þá leið að þar er nú margfalt meiri umferð og myndi aldrei ganga, en þá spyr ég hafa ekki allir sama rétt til að halda lífi.
Segir Sveinn í hugleiðingu sinni.