Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. mars 2010
Prenta
Páskaeggjabingó og kökusala á Hólamvík.
Danmerkurfarar í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík eru ekki af baki dottnir við að safna í ferðasjóðinn. Miðvikudagskvöldið 31. mars kl. 20:00 verður páskaeggjabingó í Félagsheimilinu á Hólmavík og auk páskaeggja af öllum stærðum og gerðum verða þar fleiri glæsilegir vinningar. Kaffi og vöfflur verða á boðstólum í hléi. Fyrr sama dag verður kökusala í anddyri Kaupfélagsins á Hólmavík frá kl. 14:00. Þar geta allir áhugasamir verslað brauð og bakkelsi og slegið tvær flugur í einu höggi, styrkt krakkana og sloppið við baksturinn fyrir páskana.