Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 8 mars til 15 mars 2010.
Í vikunni sem var að líða urðu fjögur umferðar óhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Mánudaginn 8 mars varð minniháttar óhapp á Ísafirði,minni háttar tjón á ökutæki.Fimmtudaginn 11 mars varð bílvelta við bæinn Bæ,í Hrútafirði,ekki slys á fólki,en tjón á ökutæki.12 mars var útafakstur á Holtavörðuheiði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg,ökumann og farþega sakaði ekki, en tjón á ökutæki.14 mars varð bílvelta á veginum um Þröskulda,þar hafnaði bíll útaf og valt eina veltu,ökumann sakaði ekki. Við þessar bílveltur voru akstursskilyrði ekki góð,hálka á vegi.
Fimm voru teknir fyrir of harðan akstur í umdæminu,tveir á Ísafirði og þrír í nágreni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók, var mældur á 111 km/klst.,þar sem leyfilegur hámarshraði er 90 km
Tveir voru teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna í Ísafjarðardjúpi,í öðru tilvikinu var lagt hald á ætluð fíkniefni.