Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. mars 2010 Prenta

Sauðburður í Bæ Trékyllisvík.

Systurnar Aníta og Magnea ásamt ánni Vöndu og nýfædda lambhrútnum.
Systurnar Aníta og Magnea ásamt ánni Vöndu og nýfædda lambhrútnum.
1 af 3
Þegar Gunnar  Dalkvist Guðjónsson bóndi í Bæ kom í fjárhúsin í morgun til gjafa var borin ein á.

Ærin sem er fimm vetra og heitir Vanda var borin stóru hvítu hrútlambi.

Ærin virðist hafa komist í hrút rétt áður enn þeir voru teknir inn í haust.

Ekki er annað vitað enn þetta sé fyrsta lambið sem fæðst hefur í Árneshreppi áður enn hefðbundinn sauðburður hefst í maí í vor.

Á meðfylgjandi myndum eru heimasæturnar í Bæ þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur með ánni Vöndu og nýfædda lambhrútnum.Og á einni myndinni eru þær ásamt móður sinni Pálínu Hjaltadóttur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • Gjögur-05-07-2004.
Vefumsjón