Snjómokstur efir Páska í Árneshreppi.
Um allmikinn snjó var að ræða eftir snjókomuna eftir Norðvestan veðrið á þriðjudaginn þann 6,enda snjóalög með öðrum hætti enn undanfarið í vetur þar sem hafa verið mest Norðan eða Norðaustanáttir.
Að sögn snjómokstursmanns hreppsins var um mjög blautan snjó að ræða sem er þungur í mokstri og erfiður.
Þegar Póstur fór frá Litlu-Ávík til Norðurfjarðar að sækja póst og farþega var ekki búið að moka frá Trékyllisvík til Gjögurflugvallar,vegna mikils moksturs á leiðinni Trékyllisvík-Norðurfjörður,en það slapp vegna sæmilegrar færðar,smá þiljur og lítið meir en það.Og bíll sem sækir vörurnar fyrir Kaupfélagið komst með sæmilegu móti út á Gjögurflugvöll í tíma,og síðan var vél hreppsins komin til Gjögurs og byrjuð að moka til Djúpavíkur.
Mokað var síðast hér innansveitar á annan í páskum.