Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. apríl 2010 Prenta

Snjómokstur efir Páska í Árneshreppi.

Guðbrandur og hjólaskófla hreppsins.
Guðbrandur og hjólaskófla hreppsins.
1 af 2
Í morgun var mokað hér í Árneshreppi frá Trékyllisvík og norður til Norðurfjarðar og út á Krossnes.

Um allmikinn snjó var að ræða eftir snjókomuna eftir Norðvestan veðrið á þriðjudaginn þann 6,enda snjóalög með öðrum hætti enn undanfarið í vetur þar sem hafa verið mest Norðan eða Norðaustanáttir.

Að sögn snjómokstursmanns hreppsins var um mjög blautan snjó að ræða sem er þungur í mokstri og erfiður.

Þegar Póstur fór frá Litlu-Ávík til Norðurfjarðar að sækja póst og farþega var ekki búið að moka frá Trékyllisvík til Gjögurflugvallar,vegna mikils moksturs á leiðinni Trékyllisvík-Norðurfjörður,en það slapp vegna sæmilegrar færðar,smá þiljur og lítið meir en það.Og bíll sem sækir vörurnar fyrir Kaupfélagið komst með sæmilegu móti út á Gjögurflugvöll í tíma,og síðan var vél hreppsins komin til Gjögurs og byrjuð að moka til Djúpavíkur.

Mokað var síðast hér innansveitar á annan í páskum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
Vefumsjón