Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. apríl 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12. apríl til 19. apríl 2010.

Fjögur umferðar óhöpp tilkynnt í síðustu viku.
Fjögur umferðar óhöpp tilkynnt í síðustu viku.

Í vikunnu sem var að líða voru  fjögur umferðar óhöpp tilkynnt  til lögreglu.Miðvikudaginn 14. apríl var tilkynnt að  ekið hafi verið á grjót á vegunum um Óshlíð,ekki slys á fólki, en tjón á ökutæki. 

Föstudaginn 16. apríl var tilkynnt um þrjú óhöpp. Bifreið hafnaði út fyrir veg á Óshlíð, bifreiðin óökuhæf,ökumaður og farþegar hans fóru á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Þá urðu tvær bílveltur þann dag.Bifreið hafnaði út fyrir vegi skammt frá Núpi í Dýrafirði.Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði,bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.Þá varð bílvelta á þjóðvegi nr. 1 á Holavörðuheiði.Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana,ökumann og farþega sakaði ekki.

Í víkunni voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir í nágrenni við Hólmavík og einn á Ísafirði.

Mánudaginn 12. apríl var tilkynnt um slys á sparkvellinum við grunnskólann á Hólmavík. þar voru ungir piltar að leik og grunum um að einn þeirra hafi fótbrotnað og var hann fluttur á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Norðurfjörður I -2002.
Vefumsjón