Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12. apríl til 19. apríl 2010.
Í vikunnu sem var að líða voru fjögur umferðar óhöpp tilkynnt til lögreglu.Miðvikudaginn 14. apríl var tilkynnt að ekið hafi verið á grjót á vegunum um Óshlíð,ekki slys á fólki, en tjón á ökutæki.
Föstudaginn 16. apríl var tilkynnt um þrjú óhöpp. Bifreið hafnaði út fyrir veg á Óshlíð, bifreiðin óökuhæf,ökumaður og farþegar hans fóru á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Þá urðu tvær bílveltur þann dag.Bifreið hafnaði út fyrir vegi skammt frá Núpi í Dýrafirði.Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði,bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.Þá varð bílvelta á þjóðvegi nr. 1 á Holavörðuheiði.Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana,ökumann og farþega sakaði ekki.
Í víkunni voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir í nágrenni við Hólmavík og einn á Ísafirði.
Mánudaginn 12. apríl var tilkynnt um slys á sparkvellinum við grunnskólann á Hólmavík. þar voru ungir piltar að leik og grunum um að einn þeirra hafi fótbrotnað og var hann fluttur á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar.