Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. apríl 2010 Prenta

Ályktun aðalfundar FMSV.2010 vegna samgöngumála.

Frá aðalfundi FMSV á Núpi.
Frá aðalfundi FMSV á Núpi.

Á fjölmennum aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Hótel Núpi þann 17. apríl 2010 var eftirfarandi ályktun lögð fram og samþykkt samhljóða.

„Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða skorar á stjórnvöld að skera ekki niður framlög til samgöngumála í fjórðungnum. Bættar samgöngur eru forsenda uppbyggingar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum."

Frá því aðalfundurinn var haldinn hefur verið tekin ákvörðun um að fella Dýrafjarðargöng úr samgönguáætlun. Ferðamálasamtök Vestfjarða hljóta að mótmæla því harðlega og krefjast þess að íbúar á Vestfjarðakjálkanum sitji við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að ákvörðunum um vegamál. Með þessari ákvörðun er verið að skerða verulega samkeppnishæfni vestfirskra fyrirtækja til lengri tíma. Vegabætur í fjórðungnum hafa verið langt á eftir öðrum landshlutum í áratugi. Sú ákvörðun Alþingis að fella Dýrafjarðargöng út úr samgönguáætlun lýsir fyrst og fremst fullkomnu skilningsleysi gagnvart íbúum fjórðungsins og setur stefnumótunarvinnu ferðaþjónustunnar í uppnám.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Hrafn Jökulsson.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Borgarísjaki ca 20 km frá landi 14-09-2001.
Vefumsjón