Fleiri fréttir

| mánudagurinn 24. maí 2010 Prenta

Þorgerður Lilja frá Melum með tónleika í Seltjarnarneskirkju á föstudaginn

Þorgerður Lilja Björnsdóttir. Brottfarartónleikar frá Söngskólanum í Reykjavík.
Þorgerður Lilja Björnsdóttir. Brottfarartónleikar frá Söngskólanum í Reykjavík.
Söngelskir Strandamenn ættu að leggja leið sína í Seltjarnarneskirkju klukkan 18 á föstudaginn, 28. maí. Þá heldur Þorgerður Lilja Björnsdóttir frá Melum burtfarartónleika frá Söngskólanum í Reykjavík, ásamt Kolbrúnu Sæmundsdóttur píanóleikara. Gestasöngvari á tónleikunum verður Hulda Snorradóttir.

Þorgerður Lilja, sem fædd er 1982, sagði í spjalli við Litla-Hjalla að efnisskráin verði fjölbreytt, spanni allt frá barokki til nútímalistar, meðal annars sönglög eftir Brahms, Fauré og Schönberg, aríur eftir Handel og Verdi, og rammíslensk sönglög, sem allir þekki.

"Mér þætti vænt um að sjá sem flesta Strandamenn á staðnum," sagði Þorgerður. Eftir tónleikana er gestum boðið að þiggja veitingar -- kleinur úr sveitinni og fleira góðgæti -- í safnaðarheimili kirkjunnar.

Aðgangur á tónleikana, sem verða klukkan 18 á föstudaginn kemur, er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
  • Lítið eftir.
  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
Vefumsjón