Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. maí 2010
Prenta
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17 maí til 23.maí 2010.
Um Hvítasunnuhelgina var nokkuð mikil umferð um þjóðvegina í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum og margir á ferli.Kvikmyndahátíð var haldin á Patreksfirði um helgina og fylgdu henni margir gestir.Dansleikjahald í umdæminu um helgina gekk vel fyrir sig, þó var ein líkamsárás tilkynnt til lögreglu, varðstöð á Ísafirði.
Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, þar af var útafakstur á Holtavörðuheiðinni. Eitthvert tjón var á ökutækjum en engin slys á fólki.
22 ökumenn voru stöðvaður fyrir of hraðan akstur, þar af var einn stöðvaður innan bæjar á Ísafirði, en 21 í nágrenni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók, var mældur á 114 km/klst, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Seinni partinn á sunnudag var tilkynnt um sinubruna í Tálknafirði,nánar tiltekið rétt innan við bæinn, um var að ræða talsvert mikinn sinubruna og urðu einhverjar skemmdir á gróðri, en á þeim stað þar sem brann var búið að planta þó nokkru að trjám.Slökkviliði Vesturbyggðar og Tálknafjaðar gekk greiðlega að slökkva.