Fleiri fréttir

| laugardagurinn 29. maí 2010 Prenta

Konur í meirihluta í sveitarstjórn Árneshrepps

Oddný oddviti hlaut flest atkvæði íbúa í Árneshreppi.
Oddný oddviti hlaut flest atkvæði íbúa í Árneshreppi.
Kjörfundi lauk síðdegis í Árneshreppi. Á kjörskrá voru 43 og greiddu 38 atkvæði, eða um 88 prósent íbúa. Flest atkvæði hlaut Oddný Þórðardóttir á Krossnesi, sem verið hefur oddviti síðustu fjögur árin. Oddný hlaut 31 atkvæði, og ásamt henni voru kjörin í sveitarstjórnina þau Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpavík (27 atkvæði), Ingólfur Benediktsson í Árnesi (23), Guðlaugur Ágústsson í Norðurfirði (19) og Elín Agla Briem skólastjóri (17).

Oddný, Eva, Ingólfur og Guðlaugur voru öll í síðustu sveitarstjórn, en Elín Agla tekur sæti Gunnars Dalkvist í Bæ, sem gaf ekki kost á sér.

Konur eru þar með í meirihluta í sveitarstjórn Árneshrepps í fyrsta skipti í sögunni. Þá eru konur fjórar af fimm varamönnum, svo ætla má að fámennasta sveitarfélagi landsins verði stjórnað af einurð og festu næstu fjögur árin.

Varamenn eru Björn Torfason á Melum, Hrefna Þorvaldsdóttir í Árnesi, Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir í Norðurfirði, Sveindís Guðfinnsdóttir á Kjörvogi og Bjarnheiður Júlía Fossdal á Melum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
Vefumsjón