Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. maí 2010
Prenta
Alhvítt víða í morgun.
Kuldakast hefur staðið yfir í nokkra daga,hiti frá fimm stigum niðrí eitt stig.
Þriðjudaginn 14 snjóaði í fjöll allt niðrí 300 metra og í morgun voru fjöll alhvít.
Og í Norðurfirði er alhvítt að sjá niðrí sjó þegar skyggni leifir að sjáist þangað,enda er slydda og hiti rétt yfir einu stigi í morgun.
Ekki lítur út fyrir að hægt sé að láta lambfé út alveg næstu daga,enn spáð er eitthvað hlýnandi veðri þegar kemur fram í vikuna.
Það er sjálfsagt betra að hafa þennan kulda og snjó heldur enn gosösku á jörðu.