Dýr póstferð.
Ær var hægra megin við vegin með eitt lamb en vinstra megin við vegin skaust lamb uppá veg í veg fyrir bílinn sem lenti undir bílnum og drapst samstundis,innyfli úr lambinu voru á veginum.
Ökumaður hreinsaði það og tók lambið og setti í poka og tekið af staðnum og atburður tilkynntur til eiganda lambsins sem og númer var tekið úr lambinu og afhent eiganda,lambið var síðan grafið af tjónvaldi.
Haft var samband við tryggingarfélag bílsins og gerð skýrsla um atburðinn.
Þar kemur fram að tjónþoli(eigandi lambsins) fær 10.000.00 kr í bætur gegnum tryggingarfélagið vegna þessa tjóns.
Undirritaður Jón Guðbjörn Guðjónsson vefstjóri Litlahjalla sem varð fyrir þessu að keyra á lambið sem er alveg í rusli yfir þessu atviki,vill hvetja þá sem lenda í svona stöðu að taka númer eða(merki) úr lambi eða ám og láta vita á næsta bæ,því þar sjá allir frá hvaða bæ ær eða lömb eru frá.
Undirritaður vill biðja alla að fara varlega á vegum landsins þar sem sauðfé er við vegi.
Akið alltaf með gát.Og í öllum bænum tilkynnið svona atburði til tryggingafélaga ykkar.