Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júní 2010 Prenta

Enn einu sinni fór rafmagn af í Árneshreppi.

Orkubú Vestjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestjarða á Hólmavík.
Nú fyrir hádegið eða kl 11:29 fór rafmagn hér af í Árneshreppi í um sjö til átta mínútur.
Þetta er stórfurðulegt nú í eina besta veðrinu sem getur verið yfir sumarið.
Vefurinn Litlihjalli hafði samband við starfsmann Orkubús Vestfjarða á Hólmavík en hann vissi ekkert hvað hefði skeð núna fyrir hádegið hné í gærkvöldi.
Einnig hafði vefurinn samband við höfuðstöðvar Orkubúsins á Ísafirði,sá starfsmaður kom bara af fjöllum,hafði ekki hugmynd um rafmagnsleysi í gærkvöldi í Árneshreppi hné nú fyrir hádegið sem eðlilegt var.
Það er nokkuð slæmt ef höfuðstöðvar Orkubúsins fá ekki upplýsingar frá sýnum aðilum um rafmagnsleysi,en þetta virkar allt eins og við hér í Árneshreppi séum eins og þriðja flokks fólk,kannski er svo líka hjá Símanum.
Reyndar er mikið um sumarfrí hjá starfsmönnum Orkubús Vestfjarða núna.
Ef ekki er hægt að treysta á að rafmagn sé stöðugt yfir hásumarið,hvenær má þá treysta öruggri rafmagnsdreifingu?

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
Vefumsjón