Fleiri fréttir

| þriðjudagurinn 15. júní 2010 Prenta

Friðrik hlakkar til að koma á Strandir

Fyrsti og frægasti stórmeistari Íslendinga. Friðrik verður í Djúpavík.
Fyrsti og frægasti stórmeistari Íslendinga. Friðrik verður í Djúpavík.
"Ég hlakka til að koma á Strandir," sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari í samtali við Litlahjalla. Afmælismót Friðriks verður haldið í Djúpavík á laugardaginn. Þar teflir Friðrik, sem er 75 ára á árinu, ásamt meisturum á borð við Helga Ólafsson og Jóhann Hjartarson. Fjöldi áhugamanna á öllum aldri er skráður til leiks, enda er mótið galopið fyrir börn og byrjendur, stórbændur á Ströndum og stórmeistara í skák.

Skákhátíðin í Árneshreppi hefst á föstudagskvöldið klukkan 20 með tvískákarmóti í síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Tvískák er skemmtilegt keppnisform þar sem tveir eru saman í liði og ævintýramennskan ræður ríkjum.

Klukkan 13 á laugardag verður Afmælismót Friðriks Ólafssonar í Djúpavík 2010 sett. Tefldar verða 9 umferðir og eru veitt verðlaun í fjölmörgum flokkum, meðal annars barna, heimamanna, stigalausra skákmanna o.fl. Þá verður best klæddi keppandinn valinn, sem og háttvísasti keppandinn, og eru báðir leystir út með veglegum (og gómsætum) vinningum. Heildarverðlaunafé á mótinu er um 200 þúsund krónur.

Á sunnudag klukkan 12.30 verður hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði, þar sem tefldar verða 6 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Frá Djúpavík-11-09-2002.
  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
Vefumsjón