Ný heimasíða um kirkjur landsins.
Ný vefsíða Kirkjukort.net er um kirkjur landsins sem eru um 360,sem gefur notendum kost á að sjá hvar allar kirkjur á íslandi eru staðsettar og einnig að sjá ljósmyndir af þeim.
Hægt er að smella á punkta á kortinu til að skoða viðkomandi kirkju.
Helstu aðgerðir er hægt að nálgast með tökkum í stjórnstikunni.
Kirkjur: Opnar lista með öllum kirkjum sem skráðar eru á kirkjur.net
Byggingarár: Leyfir notanda að sjá kirkjur sem byggðar eru á tilteknu tímabili.
Flýtileiðir: Inniheldur aðgerðir til að staðsetja kort á tilteknum landshluta eða bæjarfélagi.
Ljósmyndir: Sýnir nýjustu ljósmyndirnar á kirkjur.net.
Innskráning: Leyfir skráðum notendum að bæta myndum við kirkjur.
Nokkuð auðvelt er að skrá sig inn á hina nýju síðu og gerast notandi,ætti þetta því að vera áhugavert fyrir þá sem vilja skoða og vita hvar kirkjur landsins eru,og sjá byggingarár og myndir af kirkjum landsins.
Vefinn Íslenskar kirkjur má sá hér kirkjukort.net