Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. júlí 2010 Prenta

Grjóthrun í Veiðileysukleif.

Frá Veiðileysukleif snemma í vor.
Frá Veiðileysukleif snemma í vor.
Starfsmenn Vegagerðarinnar á Hólmavík voru í hættu þegar grjóthnullungar féllu úr hlíðum Veiðileysukleifar á Strandavegi (643) í Árneshreppi á þriðjudag. 

Einn hnullungurinn skoppaði af veginum og á pall vörubíls vegagerðarmannanna og skemmdi búnað á pallinum. Annar vegagerðamannanna stóð þá aðeins tvo metra frá en þeir unnu að því að týna grjót af veginum og opna leiðina fyrir umferð. Grjóthnullungarnir skildu eftir sig stórar holur í veginum. Vegagerðin varar við hugsanlegu grjóthruni á svæðinu og bendir ferðalöngum á að komi þeir að lokuðum vegum vegna grjóthruns eigi þeir að forða sér af hættusvæðinu.
Þetta kemur fram á www.ruv.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júní »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
Vefumsjón