Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. júlí 2010
Prenta
Grjóthrun í Veiðileysukleif.
Starfsmenn Vegagerðarinnar á Hólmavík voru í hættu þegar grjóthnullungar féllu úr hlíðum Veiðileysukleifar á Strandavegi (643) í Árneshreppi á þriðjudag.
Einn hnullungurinn skoppaði af veginum og á pall vörubíls vegagerðarmannanna og skemmdi búnað á pallinum. Annar vegagerðamannanna stóð þá aðeins tvo metra frá en þeir unnu að því að týna grjót af veginum og opna leiðina fyrir umferð. Grjóthnullungarnir skildu eftir sig stórar holur í veginum. Vegagerðin varar við hugsanlegu grjóthruni á svæðinu og bendir ferðalöngum á að komi þeir að lokuðum vegum vegna grjóthruns eigi þeir að forða sér af hættusvæðinu.
Þetta kemur fram á www.ruv.is