Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. júlí 2010
Prenta
Bændur byrjaðir á slætti.
Í gær og í dag byrjuðu nokkrir bændur hér í Árneshreppi að slá,að minnsta kosti á Melum,Bæ og í Litlu-Ávík.Síðan fara aðrir að byrja sjálfsagt.
Á Melum var búið að slá tvö tún í endaðan júní,tún sem voru sendin og brunnu í þurrkunum í júní og voru þau slegin til að bera á þau aftur.
Þetta er svipaður tími og í fyrra sem sláttur hefst.
Tún eru dálítið blaut enn þar sem mýrlend er eftir þessar rigningar að undanförnu.Enn í dag er þurrt og gott veður og er spáin nokkuð góð fram í vikuna en jafnvel einhverjar skúrir en hlýtt á að vera í veðri.
Á Melum var búið að slá tvö tún í endaðan júní,tún sem voru sendin og brunnu í þurrkunum í júní og voru þau slegin til að bera á þau aftur.
Þetta er svipaður tími og í fyrra sem sláttur hefst.
Tún eru dálítið blaut enn þar sem mýrlend er eftir þessar rigningar að undanförnu.Enn í dag er þurrt og gott veður og er spáin nokkuð góð fram í vikuna en jafnvel einhverjar skúrir en hlýtt á að vera í veðri.