Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. júlí 2010 Prenta

Bændur byrjaðir á slætti.

Sláttur er hafin.Sigursteinn Sveinbjörnson við slátt.
Sláttur er hafin.Sigursteinn Sveinbjörnson við slátt.
Í gær og í dag byrjuðu nokkrir bændur hér í Árneshreppi að slá,að minnsta kosti á Melum,Bæ og í Litlu-Ávík.Síðan fara aðrir að byrja sjálfsagt.
Á Melum var búið að slá tvö tún í endaðan júní,tún sem voru sendin og brunnu í þurrkunum í júní og voru þau slegin til að bera á þau aftur.
Þetta er svipaður tími og í fyrra sem sláttur hefst.
Tún eru dálítið blaut enn þar sem mýrlend er eftir þessar rigningar að undanförnu.Enn í dag er þurrt og gott veður og er spáin nokkuð góð fram í vikuna en jafnvel einhverjar skúrir en hlýtt á að vera í veðri.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
Vefumsjón