Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. júlí 2010
Prenta
Nýr forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða.
Gústaf Gústafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða frá og með 1. ágúst nk. Gústaf mun sinna verkefnum á sviði markaðssetningar Vestfjarða í samvinnu við hagsmunatengda aðila.
Gústaf hefur margþætta reynslu af markaðsmálum og var markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands frá ársbyrjun 2006 til 1. júlí á þessu ári. Gústaf byggði upp og var ábyrgur fyrir verkefnum eins og Mottumars og Bleika slaufan, sem allir landsmenn þekkja. Gústaf er að upplagi kerfisfræðingur en hefur sérhæft sig í markaðsmálum undanfarinn áratug og lauk meðal annars námi í Samhæfðum markaðssamskiptum hjá HR nú í vor.
Gústaf er fimm barna faðir og giftur Sigrúnu Bragadóttur viðskiptafræðingi. Stjórn Markaðsstofu Vestfjarða býður Gústaf hjartanlega velkominn til starfa segir í fréttatilkynningu.
Gústaf hefur margþætta reynslu af markaðsmálum og var markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands frá ársbyrjun 2006 til 1. júlí á þessu ári. Gústaf byggði upp og var ábyrgur fyrir verkefnum eins og Mottumars og Bleika slaufan, sem allir landsmenn þekkja. Gústaf er að upplagi kerfisfræðingur en hefur sérhæft sig í markaðsmálum undanfarinn áratug og lauk meðal annars námi í Samhæfðum markaðssamskiptum hjá HR nú í vor.
Gústaf er fimm barna faðir og giftur Sigrúnu Bragadóttur viðskiptafræðingi. Stjórn Markaðsstofu Vestfjarða býður Gústaf hjartanlega velkominn til starfa segir í fréttatilkynningu.