Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. ágúst 2010

Ekki flogið á fimmtudögum fyrr enn í október.

TF-ORF á Gjögurflugvelli.
TF-ORF á Gjögurflugvelli.
Ekki hefur verið flogið á Gjögur á fimmtudögum í sumar eða í júní,júlí og ágúst.

Að sögn Ásgeirs Þorsteinssonar markaðsstjóra Flugfélagsins Ernis,verður svo einnig í næsta mánuði september,en flug hefst aftur á Gjögur með tvær ferðir í október næstkomandi.Verður þá flogið á mánudögum og fimmtudögum.

Í sumar hefur aðeins verið flogið á mánudögum og verður svo út október.

Verður þetta því í fjóra mánuði sem ekki er flogið tvisvar í viku til Gjögurs.

Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum kemur póstur með flutningabílnum á miðvikudögum,en með fluginu á mánudögum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. ágúst 2010

Vappaðu með mér Vala.

Ása Ketilsdóttir kveður,syngur og segir sögur.
Ása Ketilsdóttir kveður,syngur og segir sögur.
Í næsta mánuði gefur Strandagaldur á Hólmavík út geisladiskinn Vappaðu með mér Vala með rímnakonunni Ásu Ketisldóttir frá Laugalandi við Djúp. Efnið sem Ása fer með á þessum diski lærði hún nær allt á bernskuheimili sínu í Aðaldal. Vísurnar sem Ása flytur á diskinum bera merki um fjölbreytilegt yrkisefni. Á honum er fjallað um náttúruna, ástina, heimþrá og  söknuð en einnig um hesta, ferðalög, drykkjuskap og veðrið. Nákvæmur útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn ennþá en hægt er að skoða sérstaka heimasíðu útgáfunnar og skoða veglegan bækling sem fylgir henni með því að smella hér.

Vappaðu með mér Vala verður meðal annars hægt að nálgast í sölubúð og vef Strandagaldurs.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 29. ágúst 2010

Strandabyggð leggur fram tillögu um umhverfisvottun Vestfjarða á fjórðungsþingi.

Ráðstefnuritið Umhverfisvottaðir Vestfirðir.
Ráðstefnuritið Umhverfisvottaðir Vestfirðir.
Eins og öllum sem fylgst hafa með starfsemi Ferðamálasamtaka Vestfjarða undanfarna mánuði ætti að vera kunnugt, þá stóðu samtökin fyrir mikilli umræðu og ráðstefnu um umhverfisvottaða Vestfjarða á vordögum. Mætingin á ráðstefnuna sem haldin var á Núpi í Dýrafirði var samkvæmt björtustu vonum og ráðstefnugestir fóru þaðan margs vísari. Stefnt var að því að málefnið yrði tekið upp á vettvangi Fjórðungssambands Vestfirðinga núna í haust.

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt tillögur þess efnis að stefna skuli að Umhverfisvottun Vestfjarða þannig að fullnaðarvottun verði náð vorið 2012. Jafnframt mun sveitarstjórn Strandabyggðar leggja fram tillögu í þá veru á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið verður á Hólmavík dagana 3. - 4. september n.k. og leita eftir víðtæku samstarfi allra sveitarfélaga í fjórðungnum.

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. ágúst 2010

Ekkert 3.G í stað NMT á Fellsegg í Árneshreppi.

Á Fellsegg mun ekki koma 3.G sendir í stað gamla NMT kerfisins.
Á Fellsegg mun ekki koma 3.G sendir í stað gamla NMT kerfisins.
Eins og fram hefur komið hér á vefnum mun verða slökkt á NMT símakerfinu nú 1.september næstkomandi.
Vefurinn Litlihjalli gerði fyrirspurn til Símans hvort yrði settur upp 3.G sendir í staðinn fyrir NMT sendinn sem er á Fellsegg hér í Árneshreppi.
Margrét Stefánsdóttir forstöðumaður samskiptsviðs Símans sendi vefnum eftirfarandi fréttatilkynningu:
Slökkt verður á sendinum á Fellsegg þann 1. september. Ekki er á áætlun að setja upp 3G sendi þar. 3G langdrægur sendir á  Steinnýjarstaðafjalli á Skaga er með útbreiðslu á þjónustusvæði NMT sendis á Fellsegg og ekki gert ráð fyrir að þjónusta við sjófarendur skerðist nema mjög litillega. Þó er ljóst að ekki verður farsímaþjónusta í Ingólfsfirði og Ófeigsfirði þegar NMT kerfinu hefur verið lokað.
Á vef Símans má sjá upplýsingar fyrir notendur NMT til lands og sjávar,og hvernig hægt er að flytja þjónustuna yfir í hið nýja 3.G kerfi Símans.hér.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. ágúst 2010

Bændur skipta um járn á peningshúsum.

Skipt var um þakjárn á fjárhúsunum á Kjörvogi í vor.
Skipt var um þakjárn á fjárhúsunum á Kjörvogi í vor.
1 af 7
Í fyrra var talsvert um að bændur skiptu um járn á fjárhúsum og hlöðum enda járnið orðið mjög ryðgað,en húsin voru flest byggð á árunum 1975 til 1978,þegar átak var gert til uppbyggingu peningshúsa bænda í Árneshreppi.

Í vor eftir sauðburð var skipt um járn á fjárhúsunum á Kjörvogi,áður var búið að endurnýja járn á flatgryfju þar.

Í Litlu-Ávík var skipt um járn á hlöðu og tóftum eftir heyskap í sumar,en þar var skipt um járn á fjárhúsum í fyrra.

Í Bæ í Trékyllisvík var skipt um þakjárn á flatgryfjunni í fyrra að hluta og klárað nú í ágúst.

Nú á Krossnesi er búið að skipta um þakjárnið öðru megin á fjárhúsum nú í ágúst og verður skipt um hinn hlutann nú í haust þegar veður leyfir.
Fjárhúsin þar eru eldri enn annarsstaðar,voru byggð árið 1968.
Á Krossnesi var einnig skipt um þakjárn á íbúðarhúsinu þar 2008.

Þetta er mikill kostnaður hjá bændum,járn og allt sem þarf til er mjög dýrt um þessar mundir,og flutningskostnaður mikill á stórum og rúmfrekum flutningi.

Það er eins og einn bóndi sagði við fréttamann,annaðhvort er að hætta eða halda peningshúsum í sæmilegu horfi.

Frétt frá í fyrra um þar sem bændur skiptu um járn í fyrra má sjá hér á vefnum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. ágúst 2010

Seinni bifreðaskoðun Frumherja H/F 7 og 8. september á Hólmavík.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavík.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavík.

Bifreiðaskoðun.

Samkvæmt tilkynningu frá Frumherja HF,verður seinni skoðun á Hólmavík dagana 7 og 8. september 2010.
Færanlega skoðunarstöðin verður þar stödd þessa daga.

Engin skoðun verður á Borðeyri hné á Reykhólum og er vísað á nýja stöð í Búðardal.

Færanlega skoðunarstöðin er nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.

Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet).

Hvorttveggja er háð því að að gsm-samband sé í lagi.

Símin í skoðunarbílnum er 854-4507.

 

Einnig skal minnt á nýja stöð við Smiðjuvelli 17 á Akranesi(við hliðina á Bónus).Þar eru skoðaðar allar stærðir ökutækja,þar er opið alla virka daga frá kl 08:00 til kl 16:00(lokað í hádeginu).

Tímapantanir þar eru í síma 570-9202 stöðin eða 570-9090 þjónustuver.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. ágúst 2010

Bolvíkingurinn Elvar Stefánsson hrútaþuklari ársins 2010.

Sigurvegarar í flokki vanra þuklara.
Sigurvegarar í flokki vanra þuklara.
1 af 2
Þá er Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum 2010 lokið. Það er skemmst frá því að segja að mótið í ár var best sótti viðburðurinn í átta ára sögu Sauðfjársetursins og hrútadómanna, bæði hvað varðar gestafjölda og fjölda keppenda í hrútadómunum sjálfum. Samkvæmt nokkuð nákvæmri talningu má telja víst að meira en 400 manns hafi kíkt í Sævang yfir daginn. Þuklið sjálft var fært inn í tjald vegna mikillar rigningar sem féll á Strandir og nágrenni um morguninn, en veðurguðirnir skrúfuðu að mestu fyrir kranann eftir að mótshald hófst og veðrið var með miklum ágætum; heitt og milt en afar rakt.
Það var Bolvíkingurinn Elvar Stefánsson sem fór með sigur af hólmi í flokki vanra þuklara, en hann hefur keppt í þuklinu svo til frá upphafi og náði meðal annars öðru sæti árið 2005. Elvar hlaut því til varðveislu í eitt ár verðlaunagripinn Horft til himins sem er tileinkaður minningu Brynjólfs Sæmundssonar ráðunautar á Hólmavík, auk fjölda annarra verðlauna. Aðrir verðlaunahafar í vana flokknum hafa komið áður við sögu hrútadómanna, en Björn Torfason sem lenti nú í öðru sæti varð Íslandsmeistari árin 2003 og 2008 og Eiríkur Helgason hreppti titilinn árið 2004. Í flokki óvanra fór Keflavíkur/Hólmavíkurmærin Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir með sigur af hólmi með aðstoð hinnar þriggja ára gömlu Emmu Ýr Kristjönudóttur á Hólmavík.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. ágúst 2010

Kaffi Norðurfjörður lokar á sunnudagskvöld.

Kaffi Norðurfjörður er búin að vera vinsæll í sumar.
Kaffi Norðurfjörður er búin að vera vinsæll í sumar.
1 af 2
Þá er komið að vertíðarlokun á Kaffi Norðurfirði í Árneshreppi segir vertinn þar Einar Óskar Sigurðsson,lokað verður eftir dagskrá á sunnudagskvöld.

Á sunnudagskvöld verður síðasta dagskrá sumarsins með spilavist,vinningar verða í boði fyrir besta og versta árangurinn.

Einnig verður hellt uppá kaffi og klára á úr síðasta ölkútnum og borðaðir afgangar.

Að sögn Einars hafa yfir sexþúsund manns komið á Kaffi Norðurfjörð í sumar.

Dagskráin hefst klukkan tuttugu þrjátíu,sunnudagskvöldið 22.ágúst.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. ágúst 2010

Kaupfélagið aðeins opið eftir hádegið.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Nú þegar ferðamannatíminn er búin að mestu leyti  ætlar útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði að hafa opið aðeins eftir hádegi frá og með mánudeginum 23 ágúst,eða frá kl 13:00 til kl 18:00 alla virka daga.

Opið hefur verið í sumar um helgar í fjóra tíma eða frá eitt til fjögur,enn nú verður það í síðasta sinn um næstu helgi eða laugardaginn 21 og sunnudaginn 22.ágúst.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. ágúst 2010

Fjallskilaseðill fyrir Árneshrepp 2010.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.
Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í

Árneshreppi árið 2010 á eftirfarandi hátt:

Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 11. september   2010 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn  18. september 2010

             SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:

                                             

FYRSTA LEITARSVÆÐI:

 

            Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 10. sept. 2010, sé svæðið norðan

Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,

laugardaginn 11. september, sé fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal

og Seljaneshlíð. Einnig skal leita svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð verði rekið yfir Eyrarháls og réttað á Melum.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
Vefumsjón