Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. september 2010

Fara hringinn með kynningu.

Í Sauðfjarsetrinu verður kynning 14 september kl 20.00.
Í Sauðfjarsetrinu verður kynning 14 september kl 20.00.

Fréttatilkynning:
Við förum hringinn.

Dagana 13. til 16.september ætla fjögur félög að vera með kynningu og  heimsækja nokkra staði á Vestfjörðum og kynna starfsemi sína.

Félögin munu heimsækja ýmsa vinnustaði á ferð sinni og gefa starfsfólki kost á að kynna sér hvernig  starfsemi þeyrra gagnast einstaklingum vítt og breytt um Vestfirði.

Einnig verða þau með kynningarkvöld  á fjórum stöðum.:

Matsal Reykhólaskóla
mánudaginn 13. september kl 20:00

Sauðfjársetrinu á Ströndum
þriðjudaginn 14. september kl 20:00

Félags- og menningarmiðstöðinnni á Flateyri
miðvikudaginn 15. september kl 20:00

Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði fimmtudaginn 16. september kl 20:00

 

Dagskrá kynningarkvöldanna er eftirfarandi:

Kynning á starfsemi

Kjötsúpa í boði Fræðslumiðstöðvarinnar

Örnámskeið í að sníða og sauma sláturkeppi.
Eftirtaldir taka þátt.

Félag opinberra  starfsmanna á Vestfjörðum.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Starfendurhæfing Vestfjarða.
Verkalýðsfélag Vestfirðinga.
Vinnumálastofnun Vestfjarða.

Nánari upplýsingar veitir Kristín S Einarsdóttir Verkefnastjóri Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða að Höfðagötu 3 Hólmavík.
Netfangið er stina@holmavik.is
GSM-8673164 og vinnusíminn er 4510080.
 

 

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. september 2010

Handverksmarkaði að ljúka.

Handverksmarkaði Strandakúnstar er að ljúka.
Handverksmarkaði Strandakúnstar er að ljúka.
Handverksmarkaði Strandakúnstar á neðstu hæð Þróunarsetursins á Hólmavík verður lokað miðvikudaginn 15. september. Einnig verður lokað laugardaginn 11. sept. vegna kindasmölunaræfinga sem afgreiðsludömur hyggjast taka þátt í. Því eru síðustu forvöð þetta sumarið að versla sér frábæra handverkshluti til eignar, afmælis- og jólagjafa. Söluaðilar eru hvattir til að nálgast óselda muni á markaðinn á mánudag og þriðjudag milli kl. 14 og 16. Strandakúnst þakkar viðskiptavinum og handverksframleiðendum fyrir frábært sumar.
Þetta kemur fram á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. september 2010

Landaður afli á Norðurfirði í sumar.

Smábátahöfnin á Norðurfirði.
Smábátahöfnin á Norðurfirði.
Nokkur fjöldi báta réru frá Norðurfirði á meðan á strandveiðum stóð,og voru þeir um 10 þegar mest var.

Var þar bæði um heimabáta að ræða og aðkomubáta aðallega frá Vestfjörðum.

Einnig réru frá Norðurfirði bátar sem höfðu kvóta,og var þar mest um heimabáta að ræða.

Samkvæmt upplýsingum frá höfninni á Norðurfirði var landað í júní-júlí og ágúst níutíu og sex tonnum og sexhundruð þrjátíu og sex kg (96.636.00).Og er sá afli mestur af strandveiðibátum.

Allur fiskur var ísaður á staðnum og fluttur samdægurs með bílum suður á fiskmarkað,flutningafyrirtækið Strandafrakt sá um þá flutninga.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. september 2010

Samningur á milli Verk Vest og Fræðslumiðstöðvarinnar.

Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins.

Mánudaginn 6. september s.l. undirrituðu Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða samning um samstarf. Samstarfið felst í samnýtingu á mannskap og aðstöðu. Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum fer í 100% starfshlutfall og vinnur að hluta fyrir Verkalýðsfélagið.

Með samstarfi þessu vonast báðar aðilar eftir að bæta þjónustu við fólkið Ströndum og reyndar einnig í Reykhólasveit, en með bættum samgöngum á milli Stranda og Reykhólasveitar hefur Kristín Sigurrós einnig þjónað því svæði.

Verkalýðsfélagið og Fræðslumiðstöðin eru ennfremur að kanna möguleika á að bæta húsnæðisaðstöðu sína á Hólmavík, enda leggja þau mikla áherslu á notalega aðstöðu sem býður fólk velkomið og lætur því líða vel.

Meðfylgjandi mynd er frá undirrituninni af þeim Smára Haraldssyni forstöðumanni Fræðslumiðstöðvarinnar og Finnboga Sveinbjörnssyni formanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Á milli þeirra er Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. september 2010

Verðbreytingar hjá Símanum.

Síminn hækkar verð 1 október.
Síminn hækkar verð 1 október.
Síminn breytir verði á þjónustu sinni frá og með 1. október. Áhrif til hækkunar á meðalreikning heimilis er 4,5%.
Þá lækkar Síminn verð á símtölum úr heimasíma í alla farsíma og einnig úr farsíma í farsíma í öðrum kerfum og tekur verðlækkunin gildi núna 1. september. Lækkunin er í þeim þjónustuleiðum sem eru með breytilega verðskrá fyrir hverja mínútu.
 
Undanfarin misseri hefur verðhækkunum Símans verið haldið í lágmarki þrátt fyrir þá verðlagsþróun sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu.  Þegar litið er til síðustu 24 mánuða hefur vísitala neysluverðs hækkað um 16,7%,  verð á bensíni  hækkað um 14,9%, áskriftir að helstu fjölmiðlum hafa hækkað um 21,9% og verð á áfengi og tóbaki um 44,6%, svo dæmi séu tekin. Á sama tímabili hefur þjónusta Símans, með verðbreytingunni sem tekur gildi 1.október, hækkað um 13,8%.
 
Vill Síminn benda viðskiptavinum sínum á að hafa samband við þá í 8007000 til þess að kynna sér hagstæðar þjónustuleiðir sem henta símnotkun hvers og eins.
Síminn hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér breytingarnar vel hér.
Þetta kemur fram á vef Simans.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. september 2010

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 30.ágúst til 6. september 2010.

Ekið var á átta lömb og þrjár ær,sem tilkynnt var til lögreglu.
Ekið var á átta lömb og þrjár ær,sem tilkynnt var til lögreglu.

Í  s..l. viku var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaaksturs. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Eitt minniháttar óhapp á Hnífsdalsvegi, þar var ekið á ljósastaur, ekki slys á fólki. Sunnudaginn  5. sept var tilkynnt um umferðarslys við Dynjanda í Arnarfirði þar hafði bifhjólamaður dottið og talið að hann hafi slasast á baki og var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafiðri til skoðunar, reyndist minna slasaður en talið var í fyrstu. 
Þá varð umferðarslys á Laxárdalsheiði  6. sept., þar valt húsbíll út fyrir veg. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð og fjórir í bílnum. Einn var fluttur með sjúkrabíl  til  Reykjavíkur til skoðunar. Bifreiðina þurfti að fjarlægja af vettvangi með krana.

Þá var tilkynnt til lögreglu að  ekið hafi verið á  átta lömb og þrjár ær. 
Þá voru höfð afskipti af nokkrum ökumönnum vegna rangrar ljósanotkunar og rætt við nokkra ökumenn vegna vanbúnaðar á ljósum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. september 2010

Nýr skólastjóri og kennari við Finnbogastaðaskóla.

Starfsfólk og nemendur Finnbogastaðaskóla.
Starfsfólk og nemendur Finnbogastaðaskóla.
1 af 2
Nokkrar breytingar hafa nú orðið á starfsfólki við Finnbogastaðaskóla nú á nýju skólaári.

Elín Agla Briem hætti sem skólastjóri en hún var búin að vera skólastjóri frá árinu 2007,eða í þrjú ár.

Við tók Elísa Ösp Valgeirsdóttir sem skólastjóri,en hún hafði áður leist Elínu af í barnseignafríi.

Nýr kennari Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir kom til starfa nú á haustdögum,hún kemur frá Grundarfirði á Snæfellsnesi en er ættuð frá Munaðarnesi hér í sveit.

Stundakennari verður sem fyrr Ingvar Bjarnason.

Hrefna Þorvaldsdóttir er matráður og er búin að vera það til margra ára.

Nú bættist einn nemandi við skólann frá í fyrra það er hún Þórey Ingvarsdóttir og eru nemendur nú fjórir.

Hinir þrír nemendurnir eru Júlíana Lind Guðlaugsdóttir,Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir og Kári Ingvarsson.

Kvenfólk er í meiri  hluta bæði sem nemendur og starfsfólk.

Finnbogastaðaskóli var settur miðvikudaginn 25 ágúst.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. september 2010

Ný stjórn og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Albertína Elíasdóttir var kosin nýr formaður Fjórðungssambands Vestfjarða.Mynd Skutull.is
Albertína Elíasdóttir var kosin nýr formaður Fjórðungssambands Vestfjarða.Mynd Skutull.is

Ný stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga var kjörin á 55. Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var á Hólmavík þann 3. og 4. september, s.l.  Í stjórn voru kjörin Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ísafjarðarbæ, Friðbjörg Matthíasdóttir, Vesturbyggð, Jón Jónsson, Strandabyggð, Ómar Már Jónsson, Súðavíkurhreppi og Sigurður Pétursson, Ísafjarðarbæ. Þingið kýs formann úr hópi stjórnarmanna og var Albertína Elíasdóttir, Ísafjarðarbæ kjörinn formaður. Í varastjórn voru kjörin þau, Baldur Smári Einarsson, Bolungarvíkurkaupstað, Birna Benediktsdóttir, Tálknafjarðarhreppi, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Ísafjarðarbæ, Jóna Benediktsdóttir, Ísafjarðarbæ og Sveinn Ragnarsson, Reykhólahreppi. 

Í fastanefnd um samgöngumál voru kjörin þau Elías Jónatansson, Bolungarvíkurkaupstað, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Tálknafjarðarhreppi, Guðbrandur Sverrisson, Kaldrananeshreppi og Gústaf Jökull Ólafsson, Reykhólahreppi. Til vara voru kjörin þau Guðfinna Hreiðarsdóttir, Ísafjarðarbæ, Eiríkur Kristjánsson, Reykhólahreppi, Jón Gísli Jónsson, Strandsbyggð og Magnús Ólafs Hansson, Vesturbyggð. Stjórn Fjórðungsambands Vestfirðinga velur einn fulltrúa úr stjórn sambandsins til að sitja í nefndinni, hann verður valinn á fyrsta fundi stjórnar.
Ályktun 55.Fjórðungsþings Vestfjarða má í heild sjá hér.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. september 2010

Bændur smala heimalönd.

Fé rekið í átt að Ávíkurá.
Fé rekið í átt að Ávíkurá.
1 af 5
Á föstudaginn 3 september byrjuðu bændur að smala heimlönd sín.

Byrjað var að þessu sinni að smala Naustvíkurskörð og niður til Trékyllisvíkur og rekið inn í Bæ.

Einnig var þann dag smalað Finnbogastaðalandið.

Á laugardag voru smalaðir Bæjar og Árnesdalurinn,og fé rekið inn í Bæ og Árnesi 2.

Í dag var smalað eyðibýlið Stóra-Ávík og rekið inn í Litlu-Ávík,síðan var smalað hluti Gjögurlands til Kjörvogs.

Síðan er öllu fé sleppt út á heimatún eftir að búið er að sortera féð og  vigta lömbin.

Bændur segja erfitt að eiga við féð í þessum hitum,fé vill ekki niður og eða gefst fljótt upp.

Svona mun þetta ganga fyrir sig í næstu viku haldið áfram að smala heimalönd fram að fyrstu skyldu leitum,en norðursvæðið verður leitað dagana 10 og 11 september og réttað á Melum síðari daginn.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. september 2010

Mikill hiti í gær.

Hitamælar í mælaskýlinu í Litlu-Ávík.
Hitamælar í mælaskýlinu í Litlu-Ávík.
Nú í vikunni hefur verið mjög hlýtt í veðri norðan og vestan til á landinu,og spáð er mjög hlýju veðri fram yfir næstu helgi allavega.

Eins og annarsstaðar á norðvesturlandi var mjög hlýtt í Árneshreppi í gær,og á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist mesti hiti dagsins þar 18,7 stig sem er enn sem komið er mesti hiti sumarsins þar,september telst til sumarmánaða í útreikningum hjá Veðurstofu Íslands.

Næstmesti hiti sumarsins var 15 ágúst nýliðnum 18,1 stig.

Hvort þessi hiti í gær verði mesti hiti sumarsins skal ósagt látið.

Ekki er þessi hitabylgja neitt í líkingu við hitabylgjuna sem gekk yfir landið í ágúst 2004,enn þá voru slegin mörg hitamet á veðurstöðvum á landinu.

Þá var slegið hitamet á veðurstöðinni í Litlu-Ávík sem var 13 ágúst 2004 og mældist hámarkshiti dagsins þá 26,0 stig,og er það mesti hiti sem mælst hefur í Árneshreppi síðan að veðurstöðvar voru settar þar upp,og stendur það met ennþá.

Fyrra metið var á veðurstöðinni á Grænhóli við Reykjarfjörð,þann 24 júní 1925.23,0 stig.Sú stöð var starfrækt frá árinu 1921 og til ársins 1934.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Víganes:Í október 2010.
Vefumsjón