Vappaðu með mér Vala.
Vappaðu með mér Vala verður meðal annars hægt að nálgast í sölubúð og vef Strandagaldurs.
Vappaðu með mér Vala verður meðal annars hægt að nálgast í sölubúð og vef Strandagaldurs.
Í vor eftir sauðburð var skipt um járn á fjárhúsunum á Kjörvogi,áður var búið að endurnýja járn á flatgryfju þar.
Í Litlu-Ávík var skipt um járn á hlöðu og tóftum eftir heyskap í sumar,en þar var skipt um járn á fjárhúsum í fyrra.
Í Bæ í Trékyllisvík var skipt um þakjárn á flatgryfjunni í fyrra að hluta og klárað nú í ágúst.
Nú á Krossnesi er búið að skipta um þakjárnið öðru megin á fjárhúsum nú í ágúst og verður skipt um hinn hlutann nú í haust þegar veður leyfir.
Fjárhúsin þar eru eldri enn annarsstaðar,voru byggð árið 1968.
Á Krossnesi var einnig skipt um þakjárn á íbúðarhúsinu þar 2008.
Þetta er mikill kostnaður hjá bændum,járn og allt sem þarf til er mjög dýrt um þessar mundir,og flutningskostnaður mikill á stórum og rúmfrekum flutningi.
Það er eins og einn bóndi sagði við fréttamann,annaðhvort er að hætta eða halda peningshúsum í sæmilegu horfi.
Frétt frá í fyrra um þar sem bændur skiptu um járn í fyrra má sjá hér á vefnum.
Bifreiðaskoðun.
Samkvæmt tilkynningu frá Frumherja HF,verður seinni skoðun á Hólmavík dagana 7 og 8. september 2010.
Færanlega skoðunarstöðin verður þar stödd þessa daga.
Engin skoðun verður á Borðeyri hné á Reykhólum og er vísað á nýja stöð í Búðardal.
Færanlega skoðunarstöðin er nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.
Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet).
Hvorttveggja er háð því að að gsm-samband sé í lagi.
Símin í skoðunarbílnum er 854-4507.
Einnig skal minnt á nýja stöð við Smiðjuvelli 17 á Akranesi(við hliðina á Bónus).Þar eru skoðaðar allar stærðir ökutækja,þar er opið alla virka daga frá kl 08:00 til kl 16:00(lokað í hádeginu).
Tímapantanir þar eru í síma 570-9202 stöðin eða 570-9090 þjónustuver.
Á sunnudagskvöld verður síðasta dagskrá sumarsins með spilavist,vinningar verða í boði fyrir besta og versta árangurinn.
Einnig verður hellt uppá kaffi og klára á úr síðasta ölkútnum og borðaðir afgangar.
Að sögn Einars hafa yfir sexþúsund manns komið á Kaffi Norðurfjörð í sumar.
Dagskráin hefst klukkan tuttugu þrjátíu,sunnudagskvöldið 22.ágúst.
Opið hefur verið í sumar um helgar í fjóra tíma eða frá eitt til fjögur,enn nú verður það í síðasta sinn um næstu helgi eða laugardaginn 21 og sunnudaginn 22.ágúst.
Árneshreppi árið 2010 á eftirfarandi hátt:
Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 11. september 2010 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 18. september 2010
SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:
FYRSTA LEITARSVÆÐI:
Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 10. sept. 2010, sé svæðið norðan
Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,
laugardaginn 11. september, sé fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal
og Seljaneshlíð. Einnig skal leita svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð verði rekið yfir Eyrarháls og réttað á Melum.