Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. september 2010 Prenta

Ríkislögreglustjóri varar við tölvubréfum.

Svona líta tölvubréfin út.
Svona líta tölvubréfin út.

Fréttatilkynning:
Af gefnu tilefni vill embætti ríkislögreglustjóra vara við enn einni útgáfu af tölvubréfum í anda svonefndra „Nígeríubréfa". 

Um er að ræða tölvubréf þar sem viðtakendur eru upplýstir um að þeir hafi unnið háar fjárhæðir í svonefndu Euro Millions Lotto.  Sagt er að „netfang" viðkomandi  hafi verið dregið út.

Viðtakendur eru beðnir um að senda margvíslegar upplýsingar áður en „vinningurinn"  verði greiddur. Slík bréf, rituð á bjagaðri íslensku, hafa verið send fólki hér á landi.     

Hér er um tilraun til svika að ræða þar sem markmiðið er að hafa fé af viðtakendum.

Ríkislögreglustjóri varar fólk eindregið við að svara slíkum tölvubréfum eða að smella á vefslóðir í þeim.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
Vefumsjón