Fé aftur í slátrun úr Árneshreppi.
Í byrjun október er áætlað að restin fari í slátrun,þá fullorðið fé og eftirstöðvar af lömbum sem fundist hafa í eftirleitum eða eftirsmölunum.
Féð fer til slátrunar bæði til Blönduós og eða Hvammstanga,eins og áður hefur komið fram hér á vefnum.
Bændur létu ómskoða féð sitt dagana 21 og 22 september,það er til að meta lömb og hrúta til ásetnings og einnig í líflambasölu í önnur héruð,enn talsvert verður um líflambasölu úr hreppnum nú.