Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 20. til 27. september 2010.
Í vikunni sem var að líða var tilkynnt um 3 umferðaróhöpp í umdæminu og voru þau öll minniháttar, litlar skemmdir á ökutækjum.
7 ökumenn voru stöðvaðir á Djúpvegi fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók, mældist á 134 km/klst. 6 voru stöðvaðir í nágreni við Ísafjörð og 1 við Hólmavík.
Og enn er ekið á sauðfé í umdæminu og bárust 3 tilkynningar til lögreglu þar sem tilkynnt var að ekið hafi verið á lömb.
2 tilkynningar komu til lögreglu vegna skemmdarverka, þar sem tveir bílar urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Annað tilfellið var á Ísafirði og hitt á Patreksfirði.