Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. september 2010

Fé aftur í slátrun úr Árneshreppi.

Frá ómskoðun í Litlu-Ávík 21/09-2010.
Frá ómskoðun í Litlu-Ávík 21/09-2010.
1 af 2
Í gær fór fé aftur í slátrun frá bændum í Árneshreppi,eftir síðustu leitir á innra eða syðra svæðinu 17 og 18 september,þar sem réttað var í Kjós, allt er um lömb að ræða sem fer í slátrun þessa viku yfirleitt.

Í byrjun október er áætlað að restin fari í slátrun,þá fullorðið fé og eftirstöðvar af lömbum sem fundist hafa í eftirleitum eða eftirsmölunum.

Féð fer til slátrunar bæði til Blönduós og eða Hvammstanga,eins og áður hefur komið fram hér á vefnum.

Bændur létu ómskoða féð sitt dagana 21 og 22 september,það er til að meta lömb og hrúta til ásetnings og einnig í líflambasölu í önnur héruð,enn talsvert verður um líflambasölu úr hreppnum nú.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. september 2010

Veðurathugunarmaður í frí.

Mælaskýli í Litlu-Ávík.
Mælaskýli í Litlu-Ávík.
Ekkert veður verður sent eftir kl níu í morgun frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík og fram á laugardagsmorgun þann 25 september.

Jón G Guðjónsson fer í frí til Reykjavíkur enn kemur aftur heim vonandi seint á föstudagskvöld.

Ef allt verður eins og áætlað er ætti veðurskeyti að berast aftur kl 06:00 eða kl 09:00 á laugardagsmorgun frá Litlu-Ávík.

Eins verður ekkert um að skrifað verði á vefinn www.litlihjalli.is á þeim tíma.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. september 2010

Vestfjarðahringnum lokið.

Vel heppnaður Vestfjarðahringur.
Vel heppnaður Vestfjarðahringur.
Í síðustu viku gerði starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða víðreist um Vestfirði. Með í för voru starfsmenn Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Starfsendurhæfingar Vestfjarða. Kynningar voru haldnar sitt hvort kvöldið á fjórum stöðum á Vestfjörðum: Reykhólum, Sævangi á Ströndum, Flateyri og Tálknafirði. Það ríkti góð stemming á þessum kynningarkvöldum þar sem hver stofnun kynnti sýna starfsemi. Auk þess voru fengnar vanar konur á hverjum stað til að halda örnámskeið í að sníða og sauma sláturkeppi. Auk þess að halda þessar kynningar var farið í heimsóknir á ýmsa vinnustaði á viðkomustöðum og heilsað upp á starfsfólk þar.
Segir í fréttatikynningu.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. september 2010

Kjör varaformanns stjórnar FV og fulltrúa í samgöngunefnd.

Sigurður Pétursson er fulltrúi stjórnar FV í samgöngunefnd.
Sigurður Pétursson er fulltrúi stjórnar FV í samgöngunefnd.
Fréttatilkynning:
Ný stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga kom saman til fundar þann 20. september s.l.. Á fundinum var kosin varaformaður stjórnar og fulltrúi stjórnar í samgöngunefnd sambandsins. Varaformaður var kjörin Friðbjörg Matthíasdóttir, Vesturbyggð og fulltrúi stjórnar í samgöngunefnd var kjörinn Sigurður Pétursson, Ísafjarðarbæ. Friðbjörg var einnig kjörin sem varamaður Sigurðar í samgöngunefnd. Fulltrúi stjórnar í samgöngunefnd verður jafnframt formaður hennar samkvæmt samþykkt 49. Fjórðungsþings Vestfirðinga, árið 2004 en þá var samþykkt að skipa nefndina sem fastanefnd.  
Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Albertína F Elíasdóttir í síma 8484256.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. september 2010

Drangajökull hopar.

Drangajökull séð frá austri.
Drangajökull séð frá austri.
Bæjarins besta.
Vísbendingar eru um að Drangajökull kunni að hafa rýrnað. Kom það fram í árvissum mælingum Veðurstofunnar. „Enn á eftir að vinna úr gögnum síðustu mælinga en allt bendir til að bráðnun sé nú meiri en verið hefur frá því að mælingar hófust árið 2005," segir Jón Ottó Gunnarsson, sérfræðingur í rekstri mælakerfis og vatnafræði hjá Veðurstofunni. Hann bendir á að hlýtt veðurfar í sumar hljóti að hafa tekið sinn toll af jöklum landsins. Áður höfðu mælingar bent til að jökullinn væri að stækka á sama tíma og jöklar á meginhálendinu og víðast hvar erlendis höfðu þynnst. „Drangajökull hefur algjöra sérstöðu þar sem hann er svo lágur. Hann er allur undir 1000 metrum yfir sjávarmáli og spannar annað hæðarbil en aðrir jöklar landsins."
Nánar hér á bb.ís
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. september 2010

Frá síðasta leitardeginum.Réttað í Kjósarrétt.

Frá Kjósarrétt í dag.
Frá Kjósarrétt í dag.
1 af 11
Í dag var annað og þriðja leitarsvæðin leituð.
Annað leitarsvæðið er frá Naustvíkurgili og inn með Reykjarfirði fram með Reykjarfjarðartagli og til Kjósar.
Þriðja leitarsvæðið er fjalllendið frá Búrfelli,út Kjósarfoldir, með Háafelli, og til sjávar, að Kleifará.
Féð var síðan rekið til Kjósarréttar og réttað þar.
Leitarstjóri á þriðja leitarsvæði var Björn Torfason á Melum og á öðru leitarsvæði var Ingólfur Benediktsson í Árnesi leitarstjóri.
Leitarmenn fengu verra veður en hina dagana á undan,NA stinningsgolu og talsverðar skúrir,og él til fjalla.
Hér fylgja nokkrar myndir með sem teknar voru í dag í Kjósarrétt. 
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. september 2010

Snjóaði í fjöll.

Örkin og Lambatindur flekkótt í morgun.
Örkin og Lambatindur flekkótt í morgun.
Það snjóaði í fjöll í fyrsta sinn í nótt hér í Árneshreppi.

Snjór náði niður í allt að 400 til 500 metra hæð,eru fjöll því talin flekkótt.

Hitinn fór niður í 3,7 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í nótt og er það minnsti hiti sem hefur mælst þar hingað til í haust.

Skúraveður hefur verið í morgun á láglendi,en slyddu eða snjóél til fjalla.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. september 2010

Frá Kjósarrétt í dag.

Frá Kjósarrétt í dag.
Frá Kjósarrétt í dag.
1 af 5
Í dag var smalað frá Veiðileysu og kringum Kamb og það svæði allt að Kleifará,og fé rekið til Kjósarréttar.

Fé var síðan sorterað og sett á vagna og kerrur og keyrt heim,það er því fé sem fer í slátrun.

Ágætis veður var í dag NNA gola en þurrt en svalt í veðri.

Á morgun er svo síðari leitardagurinn það er skylduleit og réttað í Kjósarrétt aftur.

Nokkrar myndir eru hér með úr Kjósarrétt í dag.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. september 2010

Smalað í Veiðileysu.

Féð komst varla í réttina.
Féð komst varla í réttina.
1 af 2
Bændur voru í dag að smala eyðijarðirnar sunnan Veiðileysu í dag.

Rekið var inní litla rétt sem er í sunnanverðum Veiðileysufirði,fé var þar sorterað öll lömb og fullorðið fé sem þarf að fara í slátrun,sett á vagna og keyrt heim á tún bænda.

Annað fé skilið eftir.Sumir bændur keyra reyndar öllu fé heim.

Alltaf kemur eitthvað af ókunnu fé þarna,þá sérstaklega fé úr Bjarnarfirði.

Smalamenn fengu ágætisveður Norðaustan golu og þurrt veður en fremur svölu veðri.

Á morgun verður smalað frá Veiðileysu og kringum Kamb og Kúvíkurdalurinn að Kleifará og fé rekið til Kjósarréttar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. september 2010

Íslandspóstur gefur út ný frímerki.

Fyrstu gasljósin í Reykjavík 100.ára.Borgar Hjörleifur Árnason grafískur hönnuður hannaði frímerkið.
Fyrstu gasljósin í Reykjavík 100.ára.Borgar Hjörleifur Árnason grafískur hönnuður hannaði frímerkið.
Íslandspóstur gefur út ný frímerki í dag.
Ólympíuleikar ungmenna, fyrstu gasljósin í Reykjavík og Vífilsstaðahælið 100 ára eru myndefni á frímerkjum sem Pósturinn gefur út í dag 16. september. Auk þess er gefin út smáörk í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni.
Nánar á vef Íslandspósts.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Krossnes-20-10-2001.
Vefumsjón