Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. október 2010

Vegagerðin með framkvæmdir í Árneshreppi.

Vegaframkvæmdir eru nú í Árneshreppi.
Vegaframkvæmdir eru nú í Árneshreppi.
1 af 3
Nokkurri fjárhæð var veitt óvænt í vegaframkvæmdir í Árneshreppi nýlega,og hóf Vegagerðin framkvæmdir strax í síðustu viku.

Tækjum og tólum var komið norður fyrir síðustu helgi,og byrjað að merkja veginn þar sem á að hækka hann upp.

Það er kaflinn frá Ávíkurá um svonefndan Lummuflóa yfir Reiðholtið og í Reykjaneshyrnunni út að Reykjanesgili.

Efni er tekið í Stóru-Ávíkurlandi fyrir framan svonefnt Hraun,þar var mokað ofan af til að komast í gott malarefni til ofaní keyrslu,síðan verður mokað þar jarðveginum yfir aftur og gengið frá malargrifjunum sem best verður á kosið.

Byrjað var að keyra ofaní veginn á föstudaginn var,og nú alla þessa viku verður keyrt í veginn.

Undirlagið er valtað,síðan verður keyrt fínna efni yfir þennan kafla sem verður tekin fyrir núna í haust.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. október 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27. september til 4. október 2010.

Bílvelta varð á Steingrímsfjarðarheiði ökumaður og farþegi sluppu án teljandi meiðsla.
Bílvelta varð á Steingrímsfjarðarheiði ökumaður og farþegi sluppu án teljandi meiðsla.
Í liðinni viku var tilkynnt um fjögur umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Þrjú af þeim voru minniháttar og ein bílvelta á Djúpvegi/ Steingrímsfjarðarheiði ,ökumaður og farþegi sluppu án teljandi meiðsla.

Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í og við Ísafjörð og sá sem hraðast ók, var mældur á 116 km/klst., þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Þá hefur  lögregla verðið með átak í gangi í umdæminu vegna lagningu ökutækja og áminnt þó nokkuð marga eigendur/umráðamenn ökutækja og veður því haldið áfram næstu daga.

Skemmtanahald í umdæminu fór vel fram um helgina og án teljandi afskipta lögreglu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. október 2010

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir styrkumsóknum.

Frá styrkúthlutun.Mynd Ágúst G Atlason.
Frá styrkúthlutun.Mynd Ágúst G Atlason.

Menningarráð Vestfjarða hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna seinni úthlutunar Menningarráðsins árið 2010. Til úthlutunar verða um það bil 15 milljónir að þessu sinni, en frá því að ráðið var stofnað á árinu 2007 hefur það styrkt fjölmörg verkefni og hafa einstakir styrkir verði á bilinu 50 þúsund til 1,5 milljón. Hægt er að sækja um stuðning við alls kyns afmarkaðra menningarverkefna, en samkvæmt ákvörðun stjórnar Menningarráðsins verður að þessu sinni litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér eftirtalda þætti:

a. Eflingu samstarfs á sviði menningarmála á svæðinu

b. Nýsköpun í verkefnum tengdum menningu

c. Fjölgun atvinnutækifæra í tengslum við menningarstarf á svæðinu

d. Eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu og ferðatengdrar menningarstarfsemi

Bent er á að nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Menningarráðs Vestfjarða þar sem meðal annars má finna úthlutunarreglur, upplýsingar um fyrri styrki og rafrænt umsóknareyðublað.

Einnig gefur menningarfulltrúi Vestfjarða allar nánari upplýsingar í s. 891-7372 eða menning@vestfirdir.is.
 Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2010.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. október 2010

Sveitarstjórnarmaður á puttanum á sambandsþing.

Eva Sigurbjörnsdóttir.Fór á þing Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri á buttanum.
Eva Sigurbjörnsdóttir.Fór á þing Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri á buttanum.
Um mánaðarmótin var þing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið á Akureyri.Fulltrúi Árneshrepps á þingið var valin af hreppsnefnd og varð Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra á Hótel Djúpavík fyrir valinu,en hreppsnefnd skiptir með sér verkum.

Nú hittist svo á að Eva var bíllaus á heimilinu,en Eva var ekkert að tvínóna við að komast hún ákvað bara að fara á puttanum til Akureyrar sem hún og gerði.

Frá Djúpavík fékk Eva far með fjárbíl til Staðarskála og þaðan með rútu til Akureyrar.

Áheimleið fékk Eva far með bíl frá Akureyri að Staðarskála,þar hitti hún hjón frá Búðardal,og fékk far með þeim þangað.Í Búðardal hitti hún á Þorvald Garðar Helgason flutningabílstjóra og síðan skutlaði hann henni heim til Djúpavíkur.

Eva skrifaði dulítið um ferðalagið á Facebook síðu sína.

Þetta er kannski áhugaverð leið hjá sveitarfélögum til að draga úr kostnaði og senda fólk á fundi og þing á puttanum.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. október 2010

Margir sameiningarkostir sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Frá Árneshreppi.Mynd Jóhann Kristjánsson.
Frá Árneshreppi.Mynd Jóhann Kristjánsson.
Gefið hefur verið út umræðuskjal starfshóps sem kannað hefur sameiningakosti sveitarfélaga í öllum landshlutum.
Í skjalinu er sett fram fyrstu hugmyndir um sameiningakosti og var það kynnt í vinnuhópi á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er nú nýlokið.
Á Vestfjörðum eru settir fram nokkrir kostir: Öll sveitarfélögin saman; Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur sameinist annars vegar og hins vegar Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð. Einnig er varpað fram öðrum kostum meðal annars að þrjú sveitarfélög sameinist í aðra landshluta.
Ögmundur Jónasson samgöngu-og svetarstjórnarráðherra sagði í ræðu sinni á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga,að hann væri fylgjandi að sveitarfélög sameinuðust enn ekki með fyrirmælum að ofan,viljinn til að sameinast verði að koma frá íbúunum sjálfum.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. október 2010

Rekstur HVE í jafnvægi.

HVE-Hólmavík.Mynd Ingimundur Pálsson.
HVE-Hólmavík.Mynd Ingimundur Pálsson.

Rekstur Heilbrigðisstofnunar Vesturlands er í ásættanlegu jafnvægi eftir starfsemi 7 mánuði ársins 2010 sem er fyrsta starfsár stofnunarinnar.

Heildarútgjöld þetta tímabil reyndust 1.734 milljónir króna samanborið við 1.791 milljónir króna hjá þessum átta sjálfstæðu stofnunum sama tímabil árið 2009.  Rekstrarkostnaður hefur því lækkað um 57 milljónir króna á milli ára eða um 3,3%.

Heildar rekstrarkostnaður stofnunarinnar er tæpum 9 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir en þess ber að geta að tekjur eru jafnframt nokkuð lægri.  Það skýrir halla sem nemur 4,4 milljónum króna fyrir þetta tímabil eða 0,3%.

Laun og launatengdur kostnaður nemur 1.299 milljónum króna og hefur lækkað um 37 milljónir á milli ára eða um 3%.
Annar rekstrarkostnaður nemur á þessu ári 435 milljónum króna en var 454 milljónir árið 2009 og lækkar því um 4,5%.

Nefna má nokkra þætti sem á árinu hafa þróast til umtalsverðrar lækkunar í kjölfar aðhaldsaðgerða og lækkunar fjárveitinga til starfseminnar.  Þannig hefur verið dregið úr yfirvinnu sem nemur 18,3 milljónum króna þetta tímabil sem er 16% lækkun, akstur starfsmanna,  kostnaður vegna ferða og funda hefur að sama skapi lækkað um 13 milljónir eða 74%.  Þá hefur vaxtakostnaður stórlækkað og er nú eftir 7 mánuði ársins 2 milljónir en var á sama tíma í fyrra um 9 milljónir króna.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. október 2010

Yfirlit yfir veðrið í September 2010.

Fjöll urðu fyrst flekkótt 18 sepember,enn orðin auð aftur þann 26.
Fjöll urðu fyrst flekkótt 18 sepember,enn orðin auð aftur þann 26.
1 af 2
Veðrið í September 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög hlýr fram til 13,og úrkomulítið.Síðan kólnaði talsvert fram til 23,en síðan hlýnaði aftur og var góður hiti út mánuðinn.

Fjöll voru fyrst flekkótt að morgni 18.september,en voru orðin alauð aftur þ.26 í seinni hlýindunum.

Mesti hiti  sem af er ári var 18,7 stig og mældist nú í september sem telst nokkuð óvanalegt,enda mánuðurinn með eindæmum hlýr.

Fé kom vænt af fjalli og var fallþungi dilka góður.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þoka þ.1,og smá rigning þ.3,hiti 8 til 19 stig.

5:Sunnan kaldi,síðan kul um kvöldið,þurrt,hiti 10 til 17 stig.

6-12:Mest hafáttir,logn,andvari eða gola,rigning eða súld með köflum,þoka 6,og 8,hiti 8 til 17 stig.

13:Suðvestan eða Sunnan,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 6 til 11 stig,kólnandi veður.

14-16:Norðan allhvasst síðan stinningskaldi og stinningsgola,rigning eða súld,þurrt þ.16,hiti 5 til 8 stig.

17-21:Norðaustan gola eða stinningsgola,súld,rigning eða skúrir,þurrt þ.17,hiti 3 til 6 stig.

22:Breytileg vindátt,andvari eða kul,lítils háttar rigning,hiti 2 til 5 stig.

23-24:Suðlægar vindáttir eða breytilegar,andvari eða kul,þurrt,hiti 3 til 10 stig,hlýnandi veður.

25-30:Mest Suðaustan eða austlægar vindáttir,gola og uppí stinningskalda,rigning eða skúrir,hiti 6 til 16 stig.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. október 2010

Vestfirðir verðlaunaðir.

Íslendingar taka við verðlaunum úr hendi Antonio Tajani, talið frá vinstri eru Sveinn Rúnar Traustason, Vigdís Esradóttir, Antonio Tajani og Sigurður Atlason.
Íslendingar taka við verðlaunum úr hendi Antonio Tajani, talið frá vinstri eru Sveinn Rúnar Traustason, Vigdís Esradóttir, Antonio Tajani og Sigurður Atlason.

25 ferðamannastaðir í  Evrópu hlutu EDEN ferðamálaverðlaunin við hátíðlega athöfn sem haldin var í Brussel í vikunni. EDEN stendur fyrir „European Destination of Excellence" en Vestfirðirnir voru meðal þeirra áfangastaða sem hlutu þann heiður að vera útvaldir, fyrstir íslenskra áfangastaða. Verðlaunin leggja áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu en í ár er þemað vatns- og sjávartengd ferðaþjónusta .

Það var að tilstuðlan Vatnavina Vestfjarða, samstarfshóps í heilsutengdri ferðaþjónustu, sem Vestfirðirnir taka þátt í verkefninu en í kjölfarið verður svæðinu hampað víða.

 

Verðlaunasvæðin eru valin út frá frumlegri nálgun að ferðamennsku og fyrir að starfa á sjálfbæran hátt. Þannig vill EDEN auka sýnileika afburða áfangastaða sem gjarnan eru lítt þekktir. Með því að fjölga áhugaverðum áfangastöðum í sjónlínu ferðamanna er einnig hægt að minnka álagið á ofnýttum ferðamannastöðum.

 

„Þessir 25 afburða staðir bera virðingu fyrir náttúrunni og vinna á umhverfisvænan hátt til að varðveita vistkerfið fyrir komandi kynslóðir. Þessir staðir, sem flestir eru við strandir, vötn eða ár, leggja áherslu á frumlega nálgun í vatnaferðamennsku sinni. Ekki aðeins til að koma gæðum landsins á framfæri heldur einnig til að takast á við árstíðabundin vandamál og til að koma jafnvægi á straum ferðamanna til óhefðbundinna áfangastaða," sagði Antonio Tajani, varaforseti Evrópunefndar sem fer fyrir málefnum iðnaðar og frumkvöðlastarfsemi.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. september 2010

Nafn óskast.

Hótel Laugarhóll.
Hótel Laugarhóll.
Ferðamálastofa, í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands, efnir til samkeppni um nafn á nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Nafnið skal vera á íslensku og lýsandi fyrir verkefnið en jafnframt þjált í framburði á alþjóðavettvangi.

100.000 króna verðlaun
Vinningshafi hlýtur í verðlaun 100.000.- kr. Ferðamálastofa áskilur sér óskoraðan rétt til að nota það nafn sem hlutskarpast verður án þess að til komi aðrar greiðslur en verðlaunaféð. Ef fleiri en einn aðili eiga sömu tillögu verður vinningshafinn dreginn út.

Skilafrestur til 18 október
Keppnin er öllum opin og frestur til að skila inn tillögum er til 18. október 2010.

Tillögum skal skila, í lokuðu umslagi merktu dulnefni, til Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag með réttu nafni þátttakanda, heimilisfangi og símanúmeri.
Nánar á vef Ferðamálastofu.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. september 2010

Jaxlarnir koma saman.

Patreksfjörður © Mats Wibe Lund.
Patreksfjörður © Mats Wibe Lund.
 

Fréttatilkynning:
Þá er komið að fimmtu samkomu Jaxlanna. Fyrsta samkoman var haldin á Suðurnesjum 5. október 2002 og síðan annað hvert ár; í Stykkishólmi, á Húsavík og síðast á Hornafirði.

Öldunadeildin er hópur gamalla SVFÍ og Landsbjargarfélaga sem njóta þess að koma saman og gera eitt og annað sér og öðrum til skemmtunar.  Það er jafnframt eini tilgangur deildarinnar.

Fyrstu undirbúningsnefndina skipuðu,samkvæmt höfuðatriðabók:Guðbrandur Jóhannsson, Höfn.Magnús Ólafs Hansson, Bolungarvík.Sigfús K. Magnússon, Garði.Sigurður H. Guðjónsson, Sandgerði.

Þátttökuskilyrði eru rúm; að kannast við einhvern úr fyrstu undirbúningsnefndinni að viðbættum félögunum Baldri Pálssyni í Fellabæ, Inga Hans Jónssyni í Grundarfirði, Jóni Guðbjartssyni úr Bolungarvík, Eggert Stefánssyni frá Ísafirði, Áslaugu Þorvaldsdóttur í Borgarnesi og Hrönn Káradóttur á Húsavík.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
Vefumsjón