Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. október 2010 Prenta

Fjórðungssamband Vestfirðinga mótmælir niðurskurði.

FV mótmælir niðurskurði á starfsemi heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum.
FV mótmælir niðurskurði á starfsemi heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga fjallaði á fundi sínum mánudaginn 4.október s.l.um áhrif tillagana í fjárlagafrumvarpi 2011.Í framhaldi fundarins hefur verið samin ályktun þar sem varað er eindregið við niðurskurði í heilbrygðismálum á Vestfjörðum.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir því harðlega þeim áformum er varða niðurskurð í starfsemi heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum. Ekki verður séð hvernig hægt er að bregðast við slíkum niðurskurði án fækkunar starfa. Stofnanir sem hafa á síðustu árum, þrátt fyrir uppgang í atvinnulífi og rekstri hins opinbera, unnið að hagræðingu í rekstri þeirra og hafa fengið viðurkenningu fyrir. Þannig hefur tekist til þessa í samvinnu við stjórnvöld að vinna að hagræðingu í rekstri en með sem minnstri skerðingu á þjónustu og öryggi íbúa. Þær tillögur fjárlagafrumvarps sem nú liggja fyrir eru hinsvegar í hróplegu ósamræmi við þessa stefnu og almennt við stefnu stjórnvalda um þjónustuframboð, öryggismál og byggðaþróun.  Helstu þættir sem hér er hægt að tilgreina.
Nánar á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Drangavík 18-04-2008.
Vefumsjón