Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. október 2010
Prenta
Flogið aftur á fimmtudögum.
Flugfélagið Ernir eru farnir að fljúga aftur á fimmtudögum til Gjögurs eftir fjögurra mánaða hlé í sumar og er það mikið fagnaðarefni,nú kemst fólk aftur með flugi til Reykjavíkur án þess að þurfa að stoppa í viku á milli ferða.
Nú kemur póstur aftur með fluginu tvisvar í viku,mánudögum og fimmtudögum,en ekki með flutningabílnum á miðvikudögum eins og verið hefur í sumar.
Strandafrakt er með ferðir norður út þennan mánuð eins og verið hefur undanfarin ár.