Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. október 2010
Prenta
Nýtt malarslitlagsefni.
Í liðinni viku var keyrt ofaní flugbrautina á Gjögurflugvelli nýju fínu malarslitslagsefni.
Harpað efni var til í Gjögurlandi sem var harpað fyrir nokkrum árum.
Efnið er borið ofan í flugbrautina með sérstakri útlagningarvél eða vagni,sem er einnig notaður við að sandbera flugbrautina ef myndast hálka.
Efnið er síðan valtað.
Efni úr flugbrautinni eyðist alltaf smátt og smátt bæði vegna snjómokstra og auk þess sem það veðrast burt,þarf því að leggja nýtt slitlag á tveggja til þriggja ára fresti.