Erfitt var að koma mölunarsamstæðunni norður.
Menn urðu að selflytja þessi stóru tæki yfir brýr og eða fara á vaði yfir nokkrar ár því ekki var talið að brýr mundu þola þennan mikla þunga,allt uppí 40.tonn.Síðan að setja tækin aftur á dráttarvagna.
Taks-menn byrjuðu á föstudag í síðustu viku að koma tækjunum norður og komust með síðasta tækið á sunnudagskvöld.
Nú er byrjað að mala og harpa efni í svonefndum Hlíðarhúsum við Urðarfjall,þar sem vegurinn liggur til Norðurfjarðar,og einnig verður malað efni við Gjögur og Byrgisvík og einnig Sýruvík sem er fyrir sunnan Kaldbaksvíkurkleyf eða fyrir norðan Eyjar í Kaldrananeshreppi.Malað verður 3.000 rúmmetrar á hvorum stað eða 12.000 rúmmetrar í heild.
Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík hefur aldrei verið malað eins mikið efni í Strandaveg 643 fyrr.
Aldrei hefur komið svona stór mölunarsamstæða fyrr norður í Árneshrepp til að mala og harpa malarefniefni fyrir Vegagerðina.