Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. október 2010
Prenta
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4.til 11. október 2010.
Á föstudag var tilkynnt um slys við bæinn Fjörð á Skálmarnesi, þar hafði maður fengið nagla úr naglabyssu í fótinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík. Unnið var að viðgerð á þaki þegar óhappið átti sér stað. Að öðru leiti var tíðinda lítið hjá Lögreglunni á Vestfjörðum. . Umferð á þjóðvegum gekk vel og án óhappa og ökumenn stilltu hraða sinn í hóf. Skemmtanahald gekk víðast hvar vel fyrir sig fyrir utan að nokkrir unglingar voru til vandræða vegna ölvunar og óspekta á Ísafirði.