Vegagerðin að ljúka vegaframkvæmdum í dag.
Einnig hefur jarðýtan verið að vinna í því að snyrta til við malarnámið og þar í kring,og víðar meðfram veginum á þessum kafla sem tekin var fyrir núna.
Í gær var byrjað að keyra malaða efninu yfir og mun því verða lokið í dag að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra.
Verktakafyrirtækið Tak-Malbik kláraði að mala þessa 3.000 rúmmetra í Urðunum á miðvikudagskvöld,og í gær voru þeyr að færa tækin út á Gjögur,enn þar verður malað líka um 3.000 rúmmetrar.
Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum þarf að fara með þessi stóru tæki yfir vöð við brýr því þessar brýr eru ekki taldar þola þennan mikla þunga.
Fréttamaður náði mynd þegar Taks-menn voru að fara með eitt tækið yfir vaðið fyrir ofan Árnesbrúna,en þar er nokkuð gott að komast yfir,lítill bratti upp úr ánni og harður botn.