NMT kerfið kvatt.
Í dag lokar Síminn NMT kerfinu sem hefur í áratugi þjónað öryggishlutverki bæði til sjós og lands og Síminn hefur rekið með miklum sóma. Nú er ekki lengur unnt að reka kerfið þar sem það er barns síns tíma og ekki lengur framleiddur búnaður í það til uppfærslu. Við lokun NMT kerfisins á Íslandi er það eingöngu rekið í Póllandi og Rússlandi að því er fram kemur á Wikipedia. Það má því með sanni segi að ekkert eimi eftir af því sem NMT stendur fyrir; Nordisk Mobil Telefoni.
Sem kunnugt er hefur Síminn ráðist í umfangsmikla uppbygginu 3G farsímakerfis ásamt því að bæta hefðbundna GSM-kerfið mikið. Þrátt fyrir mikla útbreiðslu nýju kerfanna er ekki tryggt að samband verði á öllum svæðum sem nú njóta NMT-þjónustu en með réttu vali á búnaði má minnka eyður þar sem ekki næst samband. Viðskiptavinir NMT hafa verið upplýstir og bent á að GSM/3G þjónustan sé í langflestum tilfellum fullnægjandi og oft mun betri en NMT þjónustan var. Heildarútbreiðsla GSM/3G kerfa er í dag mun viðameiri en útbreiðsla NMT kerfis var nokkru sinni sé miðað við handsímaþjónustu. Noti fólk hins vegar loftnet og beini (router) verður dekkunin ennþá meiri.
Meira