Nýr skólastjóri og kennari við Finnbogastaðaskóla.
Elín Agla Briem hætti sem skólastjóri en hún var búin að vera skólastjóri frá árinu 2007,eða í þrjú ár.
Við tók Elísa Ösp Valgeirsdóttir sem skólastjóri,en hún hafði áður leist Elínu af í barnseignafríi.
Nýr kennari Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir kom til starfa nú á haustdögum,hún kemur frá Grundarfirði á Snæfellsnesi en er ættuð frá Munaðarnesi hér í sveit.
Stundakennari verður sem fyrr Ingvar Bjarnason.
Hrefna Þorvaldsdóttir er matráður og er búin að vera það til margra ára.
Nú bættist einn nemandi við skólann frá í fyrra það er hún Þórey Ingvarsdóttir og eru nemendur nú fjórir.
Hinir þrír nemendurnir eru Júlíana Lind Guðlaugsdóttir,Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir og Kári Ingvarsson.
Kvenfólk er í meiri hluta bæði sem nemendur og starfsfólk.
Finnbogastaðaskóli var settur miðvikudaginn 25 ágúst.