Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. september 2010 Prenta

Nýr skólastjóri og kennari við Finnbogastaðaskóla.

Starfsfólk og nemendur Finnbogastaðaskóla.
Starfsfólk og nemendur Finnbogastaðaskóla.
1 af 2
Nokkrar breytingar hafa nú orðið á starfsfólki við Finnbogastaðaskóla nú á nýju skólaári.

Elín Agla Briem hætti sem skólastjóri en hún var búin að vera skólastjóri frá árinu 2007,eða í þrjú ár.

Við tók Elísa Ösp Valgeirsdóttir sem skólastjóri,en hún hafði áður leist Elínu af í barnseignafríi.

Nýr kennari Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir kom til starfa nú á haustdögum,hún kemur frá Grundarfirði á Snæfellsnesi en er ættuð frá Munaðarnesi hér í sveit.

Stundakennari verður sem fyrr Ingvar Bjarnason.

Hrefna Þorvaldsdóttir er matráður og er búin að vera það til margra ára.

Nú bættist einn nemandi við skólann frá í fyrra það er hún Þórey Ingvarsdóttir og eru nemendur nú fjórir.

Hinir þrír nemendurnir eru Júlíana Lind Guðlaugsdóttir,Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir og Kári Ingvarsson.

Kvenfólk er í meiri  hluta bæði sem nemendur og starfsfólk.

Finnbogastaðaskóli var settur miðvikudaginn 25 ágúst.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Melar I og II.
Vefumsjón