Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. september 2010
Prenta
Bændur smala heimalönd.
Á föstudaginn 3 september byrjuðu bændur að smala heimlönd sín.
Byrjað var að þessu sinni að smala Naustvíkurskörð og niður til Trékyllisvíkur og rekið inn í Bæ.
Einnig var þann dag smalað Finnbogastaðalandið.
Á laugardag voru smalaðir Bæjar og Árnesdalurinn,og fé rekið inn í Bæ og Árnesi 2.
Í dag var smalað eyðibýlið Stóra-Ávík og rekið inn í Litlu-Ávík,síðan var smalað hluti Gjögurlands til Kjörvogs.
Síðan er öllu fé sleppt út á heimatún eftir að búið er að sortera féð og vigta lömbin.
Bændur segja erfitt að eiga við féð í þessum hitum,fé vill ekki niður og eða gefst fljótt upp.
Svona mun þetta ganga fyrir sig í næstu viku haldið áfram að smala heimalönd fram að fyrstu skyldu leitum,en norðursvæðið verður leitað dagana 10 og 11 september og réttað á Melum síðari daginn.