Veðurstöðin í Litlu-Ávík er 15 ára í dag.
Fyrsta veðurskeyti barst frá veðurstöðinni klukkan átjánhundruð.(18.00.) þann 12 ágúst 1995.
Tæknimaður við uppsetningu var Elvar Ástráðsson ásamt strandamanninum og veðurfræðingnum Hreini Hjartarsyni,og dvöldu þeyr við uppsetningu í um tæpa fjóra daga,aðallega vegna kennslu í tölvukennslu fyrir veðursendingar,en þá var sent gegnum símalínu í þessum tölvum,og heimilissími úti á meðan. Jón G Guðjónsson hefur verið veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík frá upphafi.
Veðurstöðin í Litlu-Ávík er útvörður veðurathuganna vestan megin Húnaflóa,en Hraun á Skaga austan megin flóans.
Vegna 15 ára starfsafmælis veðurstöðvarinnar er öllum velkomið að koma í Litlu-Ávík á milli klukkan 20:00 og 22:00 í kvöld,til að sjá veðurathugun tekna kl 21:00 og veðurskeyti sent.