Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn  6. ágúst 2010 
			Prenta
		
				
	
	
	Flugfélagið Ernir hóf flug til Vestmannaeyja 4.ágúst.
		
		Frá og með 4. ágúst n.k. tók Flugfélagið Ernir við áætlunarflugi til Vestmannaeyja og eru tvö flug á dag, alla daga vikunnar. Gert er ráð fyrir að farþegastreymi í áætlunarflugum félagsins tvöfaldist, en s.l. 4 ár hefur Flugfélagið Ernir flogið til Hafnar í Hornafirði, Sauðárkróks, Bíldudals og Gjögurs. Starfsfólk flugfélagsins Ernis kappkostar við að veita persónulega þjónustu og hefur sveigjanleiki gagnvart viðskiptavinum verið í forgangi hjá félaginu,segir í fréttatilkynningu.
		
	
	
	
	
	
 
 
		




