Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. ágúst 2010
Prenta
Ekkert 3.G í stað NMT á Fellsegg í Árneshreppi.
Eins og fram hefur komið hér á vefnum mun verða slökkt á NMT símakerfinu nú 1.september næstkomandi.
Vefurinn Litlihjalli gerði fyrirspurn til Símans hvort yrði settur upp 3.G sendir í staðinn fyrir NMT sendinn sem er á Fellsegg hér í Árneshreppi.
Margrét Stefánsdóttir forstöðumaður samskiptsviðs Símans sendi vefnum eftirfarandi fréttatilkynningu:
Slökkt verður á sendinum á Fellsegg þann 1. september. Ekki er á áætlun að setja upp 3G sendi þar. 3G langdrægur sendir á Steinnýjarstaðafjalli á Skaga er með útbreiðslu á þjónustusvæði NMT sendis á Fellsegg og ekki gert ráð fyrir að þjónusta við sjófarendur skerðist nema mjög litillega. Þó er ljóst að ekki verður farsímaþjónusta í Ingólfsfirði og Ófeigsfirði þegar NMT kerfinu hefur verið lokað.
Á vef Símans má sjá upplýsingar fyrir notendur NMT til lands og sjávar,og hvernig hægt er að flytja þjónustuna yfir í hið nýja 3.G kerfi Símans.hér.
Vefurinn Litlihjalli gerði fyrirspurn til Símans hvort yrði settur upp 3.G sendir í staðinn fyrir NMT sendinn sem er á Fellsegg hér í Árneshreppi.
Margrét Stefánsdóttir forstöðumaður samskiptsviðs Símans sendi vefnum eftirfarandi fréttatilkynningu:
Slökkt verður á sendinum á Fellsegg þann 1. september. Ekki er á áætlun að setja upp 3G sendi þar. 3G langdrægur sendir á Steinnýjarstaðafjalli á Skaga er með útbreiðslu á þjónustusvæði NMT sendis á Fellsegg og ekki gert ráð fyrir að þjónusta við sjófarendur skerðist nema mjög litillega. Þó er ljóst að ekki verður farsímaþjónusta í Ingólfsfirði og Ófeigsfirði þegar NMT kerfinu hefur verið lokað.
Á vef Símans má sjá upplýsingar fyrir notendur NMT til lands og sjávar,og hvernig hægt er að flytja þjónustuna yfir í hið nýja 3.G kerfi Símans.hér.