Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. september 2010 Prenta

Fé aftur í slátrun úr Árneshreppi.

Frá ómskoðun í Litlu-Ávík 21/09-2010.
Frá ómskoðun í Litlu-Ávík 21/09-2010.
1 af 2
Í gær fór fé aftur í slátrun frá bændum í Árneshreppi,eftir síðustu leitir á innra eða syðra svæðinu 17 og 18 september,þar sem réttað var í Kjós, allt er um lömb að ræða sem fer í slátrun þessa viku yfirleitt.

Í byrjun október er áætlað að restin fari í slátrun,þá fullorðið fé og eftirstöðvar af lömbum sem fundist hafa í eftirleitum eða eftirsmölunum.

Féð fer til slátrunar bæði til Blönduós og eða Hvammstanga,eins og áður hefur komið fram hér á vefnum.

Bændur létu ómskoða féð sitt dagana 21 og 22 september,það er til að meta lömb og hrúta til ásetnings og einnig í líflambasölu í önnur héruð,enn talsvert verður um líflambasölu úr hreppnum nú.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Dregið upp.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
Vefumsjón